„Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. desember 2022 23:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir það hafa verið klaufaskap að taka ekki bæði stigin í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok er hans menn gerðu jafntefli gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals að Varmá í kvöld. Lokatölur 30-30 í æsispennandi leik. Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51