„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. desember 2022 00:00 Þórhildur segir útgerðarstjórann hafa farið þvert á ósk skipstjóra um að ráða Boga. Aðsent, Vísir/Vilhelm Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir setti fyrr í kvöld inn Facebook færslu þar sem hún fer yfir mál eiginmanns síns, sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar. Boga var tilkynnt á miðvikudag, sama dag og nýr túr átti að hefjast að hann yrði ekki ráðinn aftur á skipið sem hann hafi starfað á eftir slipp, þvert á óskir skipstjóra. Þetta gerist eftir að Bogi varð fyrir gríðarlegu áfalli og þurfti að snúa í land af túr. Í ágúst síðastliðnum er Bogi staddur úti á sjó þegar hann fær þær fregnir að ráðist hafi verið inn á heimili vinahjóna með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var fluttur á gjörgæslu. Málið snerti íslenskt samfélag og þá sérstaklega á Blönduósi þar sem atburðirnir áttu sér stað. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur eiginmann sinn hafa sýnt líkamleg einkenni áfalls eftir fregnirnar. „Bogi bað ekkert um frí, hann sagði bara, „ég get ekki unnið“, hann náttúrulega var bara í áfalli. Titraði og skalf með hjartsláttartruflanir og allt saman. Það getur enginn unnið sem lendir í svona álagi,“ segir Þórhildur. Hún nefnir einnig að eftir öll þau áföll sem hafi dunið á þeim hjónum hafi Bogi ekki verið gjarn á að biðja um frí. Hann hafi til dæmis verið farinn á sjó þremur vikum eftir að barnabarn þeirra lést. „Maðurinn minn var ekki í jarðarför bróður míns og hann var ekki í jarðarför mágs míns og hann var ekki í jarðarför vinkonu okkar fyrir norðan. Hann var úti á sjó í öll þau skipti. Svona er þessi sjómanns vinna,“ segir Þórhildur. Áfallið sagt jafngilda veikindum af lækni útgerðarinnar Bogi hafi svo fengið veikindavottorð vegna áfallsins frá heimilislækni og læknir hjá útgerðinni hafi einnig staðfest að áfall sem þetta flokkist sem veikindi. Útgerðarstjóri Brims hafi þó ekki tekið vottorðinu sem gildu og Bogi hafi ekki fengið greitt fyrir túrinn. „Útgerðarstjórinn segir að hann ætli ekki að taka mark á því þannig Bogi fór í sjómannafélagið og þeir töluðu við útgerðarstjórann. Hann var bara harður á þessu og lét það fylgja að [...] ef hann ætlaði með málið lengra myndi það hafa áhrif á endurráðningu hans,“ segir Þórhildur. Á endanum hafi Bogi náð í Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims, sem hafi beðið Boga afsökunar. Launin hafi svo skilað sér stuttu eftir að þeir ræddu saman. Þórhildur segir samtalið á milli þeirra hafa endað á þann veg að Bogi hafi staðið í þeirri trú að vinna hans á skipinu eftir slipp væri tryggð. Svo reyndist ekki vera. „Forstjórinn segir ekki beint við Boga „þú færð starf“ heldur segir hann bara „þú hnippir í mig næst þegar ég kem um borð“. Svo er náttúrulega skipstjórinn búinn að tala við Boga og gera ráð fyrir honum um borð,“ segir Þórhildur. Sama dag og Bogi ætlaði að hefja störf hafi hann svo fengið þær fregnir að útgerðarstjóri hafi hafnað nafni Boga á ráðningarlista skipstjóra og hann fengi ekki að starfa áfram á skipinu. Skilningsleysið ótrúlegt Þórhildur nefnir að Bogi sé nú kominn með vinnu hjá annarri útgerð en segist gáttuð á köldu viðmóti útgerðarstjórans hjá Brimi. „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg. Þetta snýst ekkert endilega um peninga heldur umhyggju fyrir sjómönnum,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að með færslunni vilji hún að fólk hugsi betur um sjómenn og menningin breytist. Hún viti þó að framkoman sé ekki eins alls staðar. „Þetta snýst um mennskuna, að sýna þessu ekki skilning er bara svo ótrúlegt“ segir Þórhildur að lokum. Facebook færslu Þórhildar má lesa hér að neðan. Facebook færsla Þórhildar Hafa sjómenn sál? Miðað við framkomu útgerðarstjóra Brims- þá telur hann ekki að sjómenn hafi sál. Bogi minn er búinn að vera í fleiri, fleiri ár hjá þessari útgerð og ekki fengið kvartanir undan störfum sínum, eiginlega þveröfugt. Í ólgusjó lífsins hefur Bogi fengið beyglur og brot á sálina en ekki látið mikinn bilbug á sér finna. Alltaf staðið sína plikt og ekki tekið neinn aukafrítúr þrátt fyrir mikinn sjógang í lífinu síðastliðin 7 ár, en frá árinu 2016 hefur Bogi misst 6 nána ættingja og vini löngu fyrir aldur fram, 49 ára svila úr krabbameini árið 2016, 57 ára mág úr heilablóðfalli árið 2018, 56 ára mágkonu úr krabbameini árið 2020, 15 ára barnabarn úr sjálfsvígi árið 2021 og 55 ára vinkonu úr krabbameini sama ár. ALDREI hefur hann tekið sér aukafrítúr vegna þessara áfalla og reyndar verið út á sjó í helming þessa jarðarfara. Síðan gerist það í ágúst síðastliðnum að Bogi er staddur úti á sjó og fær brotsjó á sálina. Ráðist er inn til nánustu vina okkar hjóna með þeim afleiðingum að besta vinkona Boga deyr og allra besti æskuvinur er fluttur milli heims og helju á gjörgæslu og lengi var tvísýnt um líf hans. Bogi út á sjó og fær áfall, áfall sem er staðfest að tveimur læknum- heimilislækni hans og trúnaðarlækni fyrirtækisins. Í fyrsta sinn í öllum þessum missi óskar hann eftir veikindafríi, enda óvinnufær með öllu vegna líkamlegra einkenna áfalls. Jú honum tókst að fá að koma í land, enda væntanlega hættulegur sjálfum sér og öðrum við vinnu í þessu ástandi. En þegar kom að uppgjöri túrsins, þá komu kaldar kveðjur frá útgerðarstjóranum sem neitaði að taka mark á veikindavottorðinu, áfall væri ekki veikindi og hótaði því að Bogi fengi ekki endurráðningu eftir slipp ef hann færi með málið lengra hjá sjómannafélaginu. Ekki múkk um samúð eða skilning frá þessum stjóra- sem heldur greinilega að sjómenn hafi ekki sál. Um mánaðarmótin sept/okt hafði Bogi samband við forstjóra Brims sem gekk strax í það að Bogi fékk túrinn greiddan sem veikindatúr og ekki var hægt að skilja orð forstjórans öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp, þannig að hann hefur ekkert verið að leita sér að nýju plássi. Í síðustu viku var komið að því að skipið héldi á veiðar á ný- eftir slippinn. Skipstjórinn vill hafa Boga bader áfram og sendir áhafnarlista á útgerðarstjórann. Hvað gerist þá? Útgerðarstjórinn neitar skipstjóranum um að hafa Boga í áhöfn, Bogi bader skal aldrei stíga fæti aftur um borð á Vigra. Útgerðarstjórinn er yfirmaður skipstjórans sem þarf að koma þessum ömurlegu skilaboðum til Boga. ”Frábær” framkoma svona korter í jól hjá móðguðum útgerðarstjóra, sem ég held að hafi hreinlega ekki sál öfugt við alla þá sjómenn sem ég þekki. Sjávarútvegur Manndráp á Blönduósi Brim Vinnumarkaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir setti fyrr í kvöld inn Facebook færslu þar sem hún fer yfir mál eiginmanns síns, sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar. Boga var tilkynnt á miðvikudag, sama dag og nýr túr átti að hefjast að hann yrði ekki ráðinn aftur á skipið sem hann hafi starfað á eftir slipp, þvert á óskir skipstjóra. Þetta gerist eftir að Bogi varð fyrir gríðarlegu áfalli og þurfti að snúa í land af túr. Í ágúst síðastliðnum er Bogi staddur úti á sjó þegar hann fær þær fregnir að ráðist hafi verið inn á heimili vinahjóna með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var fluttur á gjörgæslu. Málið snerti íslenskt samfélag og þá sérstaklega á Blönduósi þar sem atburðirnir áttu sér stað. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur eiginmann sinn hafa sýnt líkamleg einkenni áfalls eftir fregnirnar. „Bogi bað ekkert um frí, hann sagði bara, „ég get ekki unnið“, hann náttúrulega var bara í áfalli. Titraði og skalf með hjartsláttartruflanir og allt saman. Það getur enginn unnið sem lendir í svona álagi,“ segir Þórhildur. Hún nefnir einnig að eftir öll þau áföll sem hafi dunið á þeim hjónum hafi Bogi ekki verið gjarn á að biðja um frí. Hann hafi til dæmis verið farinn á sjó þremur vikum eftir að barnabarn þeirra lést. „Maðurinn minn var ekki í jarðarför bróður míns og hann var ekki í jarðarför mágs míns og hann var ekki í jarðarför vinkonu okkar fyrir norðan. Hann var úti á sjó í öll þau skipti. Svona er þessi sjómanns vinna,“ segir Þórhildur. Áfallið sagt jafngilda veikindum af lækni útgerðarinnar Bogi hafi svo fengið veikindavottorð vegna áfallsins frá heimilislækni og læknir hjá útgerðinni hafi einnig staðfest að áfall sem þetta flokkist sem veikindi. Útgerðarstjóri Brims hafi þó ekki tekið vottorðinu sem gildu og Bogi hafi ekki fengið greitt fyrir túrinn. „Útgerðarstjórinn segir að hann ætli ekki að taka mark á því þannig Bogi fór í sjómannafélagið og þeir töluðu við útgerðarstjórann. Hann var bara harður á þessu og lét það fylgja að [...] ef hann ætlaði með málið lengra myndi það hafa áhrif á endurráðningu hans,“ segir Þórhildur. Á endanum hafi Bogi náð í Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims, sem hafi beðið Boga afsökunar. Launin hafi svo skilað sér stuttu eftir að þeir ræddu saman. Þórhildur segir samtalið á milli þeirra hafa endað á þann veg að Bogi hafi staðið í þeirri trú að vinna hans á skipinu eftir slipp væri tryggð. Svo reyndist ekki vera. „Forstjórinn segir ekki beint við Boga „þú færð starf“ heldur segir hann bara „þú hnippir í mig næst þegar ég kem um borð“. Svo er náttúrulega skipstjórinn búinn að tala við Boga og gera ráð fyrir honum um borð,“ segir Þórhildur. Sama dag og Bogi ætlaði að hefja störf hafi hann svo fengið þær fregnir að útgerðarstjóri hafi hafnað nafni Boga á ráðningarlista skipstjóra og hann fengi ekki að starfa áfram á skipinu. Skilningsleysið ótrúlegt Þórhildur nefnir að Bogi sé nú kominn með vinnu hjá annarri útgerð en segist gáttuð á köldu viðmóti útgerðarstjórans hjá Brimi. „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg. Þetta snýst ekkert endilega um peninga heldur umhyggju fyrir sjómönnum,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að með færslunni vilji hún að fólk hugsi betur um sjómenn og menningin breytist. Hún viti þó að framkoman sé ekki eins alls staðar. „Þetta snýst um mennskuna, að sýna þessu ekki skilning er bara svo ótrúlegt“ segir Þórhildur að lokum. Facebook færslu Þórhildar má lesa hér að neðan. Facebook færsla Þórhildar Hafa sjómenn sál? Miðað við framkomu útgerðarstjóra Brims- þá telur hann ekki að sjómenn hafi sál. Bogi minn er búinn að vera í fleiri, fleiri ár hjá þessari útgerð og ekki fengið kvartanir undan störfum sínum, eiginlega þveröfugt. Í ólgusjó lífsins hefur Bogi fengið beyglur og brot á sálina en ekki látið mikinn bilbug á sér finna. Alltaf staðið sína plikt og ekki tekið neinn aukafrítúr þrátt fyrir mikinn sjógang í lífinu síðastliðin 7 ár, en frá árinu 2016 hefur Bogi misst 6 nána ættingja og vini löngu fyrir aldur fram, 49 ára svila úr krabbameini árið 2016, 57 ára mág úr heilablóðfalli árið 2018, 56 ára mágkonu úr krabbameini árið 2020, 15 ára barnabarn úr sjálfsvígi árið 2021 og 55 ára vinkonu úr krabbameini sama ár. ALDREI hefur hann tekið sér aukafrítúr vegna þessara áfalla og reyndar verið út á sjó í helming þessa jarðarfara. Síðan gerist það í ágúst síðastliðnum að Bogi er staddur úti á sjó og fær brotsjó á sálina. Ráðist er inn til nánustu vina okkar hjóna með þeim afleiðingum að besta vinkona Boga deyr og allra besti æskuvinur er fluttur milli heims og helju á gjörgæslu og lengi var tvísýnt um líf hans. Bogi út á sjó og fær áfall, áfall sem er staðfest að tveimur læknum- heimilislækni hans og trúnaðarlækni fyrirtækisins. Í fyrsta sinn í öllum þessum missi óskar hann eftir veikindafríi, enda óvinnufær með öllu vegna líkamlegra einkenna áfalls. Jú honum tókst að fá að koma í land, enda væntanlega hættulegur sjálfum sér og öðrum við vinnu í þessu ástandi. En þegar kom að uppgjöri túrsins, þá komu kaldar kveðjur frá útgerðarstjóranum sem neitaði að taka mark á veikindavottorðinu, áfall væri ekki veikindi og hótaði því að Bogi fengi ekki endurráðningu eftir slipp ef hann færi með málið lengra hjá sjómannafélaginu. Ekki múkk um samúð eða skilning frá þessum stjóra- sem heldur greinilega að sjómenn hafi ekki sál. Um mánaðarmótin sept/okt hafði Bogi samband við forstjóra Brims sem gekk strax í það að Bogi fékk túrinn greiddan sem veikindatúr og ekki var hægt að skilja orð forstjórans öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp, þannig að hann hefur ekkert verið að leita sér að nýju plássi. Í síðustu viku var komið að því að skipið héldi á veiðar á ný- eftir slippinn. Skipstjórinn vill hafa Boga bader áfram og sendir áhafnarlista á útgerðarstjórann. Hvað gerist þá? Útgerðarstjórinn neitar skipstjóranum um að hafa Boga í áhöfn, Bogi bader skal aldrei stíga fæti aftur um borð á Vigra. Útgerðarstjórinn er yfirmaður skipstjórans sem þarf að koma þessum ömurlegu skilaboðum til Boga. ”Frábær” framkoma svona korter í jól hjá móðguðum útgerðarstjóra, sem ég held að hafi hreinlega ekki sál öfugt við alla þá sjómenn sem ég þekki.
Facebook færsla Þórhildar Hafa sjómenn sál? Miðað við framkomu útgerðarstjóra Brims- þá telur hann ekki að sjómenn hafi sál. Bogi minn er búinn að vera í fleiri, fleiri ár hjá þessari útgerð og ekki fengið kvartanir undan störfum sínum, eiginlega þveröfugt. Í ólgusjó lífsins hefur Bogi fengið beyglur og brot á sálina en ekki látið mikinn bilbug á sér finna. Alltaf staðið sína plikt og ekki tekið neinn aukafrítúr þrátt fyrir mikinn sjógang í lífinu síðastliðin 7 ár, en frá árinu 2016 hefur Bogi misst 6 nána ættingja og vini löngu fyrir aldur fram, 49 ára svila úr krabbameini árið 2016, 57 ára mág úr heilablóðfalli árið 2018, 56 ára mágkonu úr krabbameini árið 2020, 15 ára barnabarn úr sjálfsvígi árið 2021 og 55 ára vinkonu úr krabbameini sama ár. ALDREI hefur hann tekið sér aukafrítúr vegna þessara áfalla og reyndar verið út á sjó í helming þessa jarðarfara. Síðan gerist það í ágúst síðastliðnum að Bogi er staddur úti á sjó og fær brotsjó á sálina. Ráðist er inn til nánustu vina okkar hjóna með þeim afleiðingum að besta vinkona Boga deyr og allra besti æskuvinur er fluttur milli heims og helju á gjörgæslu og lengi var tvísýnt um líf hans. Bogi út á sjó og fær áfall, áfall sem er staðfest að tveimur læknum- heimilislækni hans og trúnaðarlækni fyrirtækisins. Í fyrsta sinn í öllum þessum missi óskar hann eftir veikindafríi, enda óvinnufær með öllu vegna líkamlegra einkenna áfalls. Jú honum tókst að fá að koma í land, enda væntanlega hættulegur sjálfum sér og öðrum við vinnu í þessu ástandi. En þegar kom að uppgjöri túrsins, þá komu kaldar kveðjur frá útgerðarstjóranum sem neitaði að taka mark á veikindavottorðinu, áfall væri ekki veikindi og hótaði því að Bogi fengi ekki endurráðningu eftir slipp ef hann færi með málið lengra hjá sjómannafélaginu. Ekki múkk um samúð eða skilning frá þessum stjóra- sem heldur greinilega að sjómenn hafi ekki sál. Um mánaðarmótin sept/okt hafði Bogi samband við forstjóra Brims sem gekk strax í það að Bogi fékk túrinn greiddan sem veikindatúr og ekki var hægt að skilja orð forstjórans öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp, þannig að hann hefur ekkert verið að leita sér að nýju plássi. Í síðustu viku var komið að því að skipið héldi á veiðar á ný- eftir slippinn. Skipstjórinn vill hafa Boga bader áfram og sendir áhafnarlista á útgerðarstjórann. Hvað gerist þá? Útgerðarstjórinn neitar skipstjóranum um að hafa Boga í áhöfn, Bogi bader skal aldrei stíga fæti aftur um borð á Vigra. Útgerðarstjórinn er yfirmaður skipstjórans sem þarf að koma þessum ömurlegu skilaboðum til Boga. ”Frábær” framkoma svona korter í jól hjá móðguðum útgerðarstjóra, sem ég held að hafi hreinlega ekki sál öfugt við alla þá sjómenn sem ég þekki.
Sjávarútvegur Manndráp á Blönduósi Brim Vinnumarkaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira