„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2022 07:00 Valsmenn stóðu vel í þýska stórliðinu Flensburg, en mæta Svíþjóðarmeisturum Ystads annað kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta. Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita