Segir Gísla og Ómar Inga tvo af fimm bestu leikmönnum heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2022 09:31 Þrjár Magdeburg-hetjur: Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Stefan Kretzschmar. vísir/getty Stefan Kretzschmar, fyrrverandi leikmaður Magdeburg og þýska handboltalandsliðsins, sparaði ekki hrósið í garð íslensku landsliðsmannanna hjá Magdeburg eftir sigurinn á Füchse Berlin, 31-32, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum og gaf þrjár stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og gaf einnig þrjár stoðsendingar. Kretzschmar fylgdist grannt með leiknum í Max Schmeling höllinni í Berlín enda starfar hann sem íþróttastjóri Füchse Berlin. Hann hefur þó sterka tengingu við Magdeburg enda lék hann með liðinu á blómaskeiði þess um aldamótin. Alfreð Gíslason var þá þjálfari Magdeburg og Ólafur Stefánsson besti leikmaður liðsins. Eins og fleiri var Kretzschmar afar hrifinn af frammistöðu þeirra Gísla og Ómars í leiknum og hrósaði þeim í hástert í staðarblaðinu í Magdeburg. „Með þá Gísla og Ómar er Magdeburg með tvo af fimm bestu leikmönnum heims innan sinna raða,“ sagði Kretzschmar. Gísli og Ómar áttu risastóran þátt í því að Magdeburg varð þýskur meistari á síðasta tímabili, í fyrsta sinn í 21 ár, eða síðan Kretzschmar lék með liðinu. Íslensku landsliðsmennirnir hafa svo spilað enn betur á þessu tímabili og eru án nokkurs vafa tveir bestu leikmenn Magdeburg. Eftir sigurinn í gær er Magdeburg fimm stigum á eftir toppliði Kiel en á tvo leiki til góða. Næsti leikur Magdeburg er gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Þýski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum og gaf þrjár stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og gaf einnig þrjár stoðsendingar. Kretzschmar fylgdist grannt með leiknum í Max Schmeling höllinni í Berlín enda starfar hann sem íþróttastjóri Füchse Berlin. Hann hefur þó sterka tengingu við Magdeburg enda lék hann með liðinu á blómaskeiði þess um aldamótin. Alfreð Gíslason var þá þjálfari Magdeburg og Ólafur Stefánsson besti leikmaður liðsins. Eins og fleiri var Kretzschmar afar hrifinn af frammistöðu þeirra Gísla og Ómars í leiknum og hrósaði þeim í hástert í staðarblaðinu í Magdeburg. „Með þá Gísla og Ómar er Magdeburg með tvo af fimm bestu leikmönnum heims innan sinna raða,“ sagði Kretzschmar. Gísli og Ómar áttu risastóran þátt í því að Magdeburg varð þýskur meistari á síðasta tímabili, í fyrsta sinn í 21 ár, eða síðan Kretzschmar lék með liðinu. Íslensku landsliðsmennirnir hafa svo spilað enn betur á þessu tímabili og eru án nokkurs vafa tveir bestu leikmenn Magdeburg. Eftir sigurinn í gær er Magdeburg fimm stigum á eftir toppliði Kiel en á tvo leiki til góða. Næsti leikur Magdeburg er gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Þýski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Sjá meira