„Þetta er bara eitthvað eitt atriði“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 22:31 Bjarni Fritzson var eðlilega ekkert alltof sáttur þegar hann mætti í viðtal að leik loknum. VÍSIR/BÁRA Dröfn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var skiljanlega svekktur eftir tap liðsins gegn Gróttu í Olís deild karla. Leikurinn stál í stál allt þangað til undir lokin þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og vann í kjölfarið þriggja marka sigur í Breiðholti, 25-28. „Þetta var stál í stál, hörkuleikur - mjög spennandi og skemtilegur. Hann var frekar vel spilaður af okkar hálfu og ég er stoltur af strákunum,“ sagði Bjarni að leik loknum. Hann segir að það hafi verið svekkjandi að missa forskotið sem liðið hafði búið til í fyrri hálfleiknum. ,,Það var það. Við gerðum það smá klaufalega. Einn byrjaði að klikka og þá fóru allir klikka. Hann datt líka í gír í markinu og varði mjög góð skot. Að sama skapi hefðum við ekki þurft að afhenda þeim forskotið svona.” „Eitt af því sem gerðist er að Jakob skoraði fjögur hraðaupphlaup eða eitthvað. Við vorum ekki að klára það alveg nægilega vel en við lokuðum fyrir það í seinni.“ Seinni hálfleikurinn var mjög spennandi. Hvað fór úrskeiðis í lokin? „Ég veit það ekki. Þetta endar á marki sem þeir ná að skora úr seinustu sendingu niður í horn. Við klikkum á mjög góðu færi hinum megin. Þetta var eitt mark á milli allan tímann. Við gerðumst sekir um örfá leiðinleg mistök. Þetta er bara eitthvað eitt atriði.“ ÍR tapaði með ellefu mörkum gegn Gróttu í september. Bjarni getur tekið jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Við erum búnir að vera að spila hrikalega vel í langan tíma, erum að spila góðan handbolta. Við þurfum að verða aðeins betri. Þetta er það sama og ég er að segja alltaf; við þurfum bara meiri reynslu, æfa okkur betri og vera sterkari í þessum pressuaðstæðum. Mér fannst við betri í því en oft áður. Vonandi verðum við enn betri næst,“ sagði Bjarni að lokum. Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Sjá meira
„Þetta var stál í stál, hörkuleikur - mjög spennandi og skemtilegur. Hann var frekar vel spilaður af okkar hálfu og ég er stoltur af strákunum,“ sagði Bjarni að leik loknum. Hann segir að það hafi verið svekkjandi að missa forskotið sem liðið hafði búið til í fyrri hálfleiknum. ,,Það var það. Við gerðum það smá klaufalega. Einn byrjaði að klikka og þá fóru allir klikka. Hann datt líka í gír í markinu og varði mjög góð skot. Að sama skapi hefðum við ekki þurft að afhenda þeim forskotið svona.” „Eitt af því sem gerðist er að Jakob skoraði fjögur hraðaupphlaup eða eitthvað. Við vorum ekki að klára það alveg nægilega vel en við lokuðum fyrir það í seinni.“ Seinni hálfleikurinn var mjög spennandi. Hvað fór úrskeiðis í lokin? „Ég veit það ekki. Þetta endar á marki sem þeir ná að skora úr seinustu sendingu niður í horn. Við klikkum á mjög góðu færi hinum megin. Þetta var eitt mark á milli allan tímann. Við gerðumst sekir um örfá leiðinleg mistök. Þetta er bara eitthvað eitt atriði.“ ÍR tapaði með ellefu mörkum gegn Gróttu í september. Bjarni getur tekið jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Við erum búnir að vera að spila hrikalega vel í langan tíma, erum að spila góðan handbolta. Við þurfum að verða aðeins betri. Þetta er það sama og ég er að segja alltaf; við þurfum bara meiri reynslu, æfa okkur betri og vera sterkari í þessum pressuaðstæðum. Mér fannst við betri í því en oft áður. Vonandi verðum við enn betri næst,“ sagði Bjarni að lokum.
Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Sjá meira