Á vef Veðurstofunnar segir að það dragi smám saman úr vindi og éljum í dag. Frost verður á bilinu tvö til tólf stig, kaldast inn til landsins.
„Fremur hæg austlæg átt og smá él víð og dreif á morgun, en yfirleitt bjartviðri á Vesturlandi. Áfram fremur hæg norðanátt á fimmudag með dálitilum éjum fyrir norðan og austan.
Talsvert frost um land allt, einkum inn til landsins, en sums staðar frostlaust við suðurströndina.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða él, en yfirleitt bjart á Vesturlandi. Frost 1 til 12 stig, minnst syðst.
Á fimmtudag: Norðan 5-13 m/s og él á norðanverðu landinu, en léttskýjað syðra. Frost 5 til 14 stig.
Á föstudag: Fremur hæg, breytileg átt og víða dálítil él, en austan 8-15 m/s og snjókoma syðst. Frost 4 til 20 stig, mest í lægðum í landslagi.
Á laugardag: Allhvöss eða hvöss austlæg átt og snjókoma með köflum, einkum á Austurlandi. Dregur úr frosti í bili.
Á sunnudag: Útlit fyrir norðanstorm með snjókomu eða skafrenningi, en úrkomulítið suðvestantil. Talsvert frost um land allt.
Á mánudag: Líklega áfram norvestanstormur með ofankomu á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra og kalt í veðri.