Instagram reikningi Britney lokað eftir háværar samsæriskenningar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. desember 2022 14:30 Samsærissinnar hafa áhyggjur af söngkonunni Britney Spears. Aðdáendur poppprinsessunnar Britney Spears eru áhyggjufullir og hafa ýmsar skrautlegar samsæriskenningar skotið upp kollinum síðustu vikur. Sú samsæriskenning sem er hvað háværust er að söngkonan sé í raun lokuð inni á geðdeild og að eiginmaður hennar, Sam Asghari, sé með staðgengil fyrir hana sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. „Þetta byrjaði um daginn þegar Britney átti afmæli. Þá var Sam, maðurinn hennar, með eitthvað svaka reel á Instagram þar sem hann var að undirbúa afmælið hennar og hann var eitthvað pínu off, ef maður horfir á þetta þá er eitthvað skrítið,“ segir Birta Líf. „Svo fer hann og lætur hana hafa gjafirnar hennar uppi í rúmi og hún er veik þannig það sést ekki í hana. Svo allt í einu eru þau á leiðinni út að borða á Nobu og hún er svona í bakgrunni og það er eins og þetta sé ekkert Britney, en hann heldur því fram að þetta sé hún.“ @yourbestfriendjoshua Did anyone else find the video of Sam singing happy birthday to Britney Spears VERY strange ? #britneyspears original sound - Joshua Pingley Líkaminn, röddin og tennurnar öðruvísi en venjulega „Svo ef þið kafið djúpt í þetta þá er hægt að sjá myndir á Instagram, hjá honum sérstaklega, þar sem hann er kannski haldandi á henni inni í ræktinni og þetta lítur ekkert út eins og Britney.“ Hér að neðan má sjá umrædda mynd. Samsærissinni á TikTok tekur undir orð Birtu og vísar meðal annars til þess að líkami konunnar á myndinni sé gjörólíkur líkama Britney. @britneys_not_free_backup #britneysnotfree #britneyspears #britneyisnotfree #freebritney #wheresbritney #freebritneyspears #freebritneynow ##freebritney2022 #justiceforbritney #freebritney2020 #freebritneymovement He Don't Love Me - Winona Oak Þá eru önnur atriði sem aðdáendur hafa komið auga á, eins og fæðingarblettir, húðflúr og skarð á milli framtannanna, sem vekja grunsemdir. Þá hefur söngkonan ekki sést á almannafæri í langan tíma. Sam, eiginmaður Britney, var í beinni útsendingu á Instagram síðu sinni um daginn og var Britney við hlið hans á meðan. Í myndbandinu spjallaði Sam við eiginkonu sína en það sást þó aldrei í andlit hennar. Þá þótti röddin á myndbandinu jafnframt gjörólík rödd Britney. „Þetta er alveg klikkuð kenning en þetta er áhugavert,“ segir Birta Líf. @teaspill_australia #britneyspears #tiktokdrama original sound - Teaspill_australia Instagram reikningnum lokað Athugasemdakerfi á Instagram síðu söngkonunnar er fullt af áhyggjufullum aðdáendum sem trúa því ekki að það sé hin raunverulega Birtney sem hefur birtst á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Efni hennar á samfélagsmiðlum hefur lengi vakið athygli en hennar nýjasta efni þykir enn sérkennilegra. Þá hafa verið stofnuð myllumerki á borð við #FreeBritney2022 og #WhereIsBritney. Eftir að athugasemdakerfið fylltist af samsæriskenningum var Instagram reikningi söngkonunnar lokað. Hann hefur þó verið opnaður aftur. Perez Hilton hefur áhyggjur Slúðurkóngurinn Perez Hilton deildi myndbandi á TikTok fyrir tveimur dögum þar sem hann sagði fólki að láta Britney í friði í eitt skipti fyrir öll og hætta með þessar samsæriskenningar. Í morgun birti Hilton svo nýtt myndband þar sem honum virtist hafa snúist hugur. „Núna er Britney Spears farin að valda mér áhyggjum,“ sagði hann. Britney deildi myndbandi af sér í einkaþotu þar sem hún sagðist vera á leiðinni til New York. „Ef Britney fer til New York og sést ekki á almannafæri af ljósmyndurum eða aðdáendum, þá verð ég virkilega áhyggjufullur, “ sagði Hilton. @perezhiltonthinks If #BritneySpears isn t seen out in public here, then SOMETHING is definitely worrying! Coat of Many Colors - Dolly Parton Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Þar ræðir Birta Líf meðal annars um nýja þætti Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Samfélagsmiðlar Brennslan Tengdar fréttir Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. 6. október 2022 13:30 Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti „Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega. 12. september 2022 17:30 Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. 29. ágúst 2022 12:00 Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36 Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
„Þetta byrjaði um daginn þegar Britney átti afmæli. Þá var Sam, maðurinn hennar, með eitthvað svaka reel á Instagram þar sem hann var að undirbúa afmælið hennar og hann var eitthvað pínu off, ef maður horfir á þetta þá er eitthvað skrítið,“ segir Birta Líf. „Svo fer hann og lætur hana hafa gjafirnar hennar uppi í rúmi og hún er veik þannig það sést ekki í hana. Svo allt í einu eru þau á leiðinni út að borða á Nobu og hún er svona í bakgrunni og það er eins og þetta sé ekkert Britney, en hann heldur því fram að þetta sé hún.“ @yourbestfriendjoshua Did anyone else find the video of Sam singing happy birthday to Britney Spears VERY strange ? #britneyspears original sound - Joshua Pingley Líkaminn, röddin og tennurnar öðruvísi en venjulega „Svo ef þið kafið djúpt í þetta þá er hægt að sjá myndir á Instagram, hjá honum sérstaklega, þar sem hann er kannski haldandi á henni inni í ræktinni og þetta lítur ekkert út eins og Britney.“ Hér að neðan má sjá umrædda mynd. Samsærissinni á TikTok tekur undir orð Birtu og vísar meðal annars til þess að líkami konunnar á myndinni sé gjörólíkur líkama Britney. @britneys_not_free_backup #britneysnotfree #britneyspears #britneyisnotfree #freebritney #wheresbritney #freebritneyspears #freebritneynow ##freebritney2022 #justiceforbritney #freebritney2020 #freebritneymovement He Don't Love Me - Winona Oak Þá eru önnur atriði sem aðdáendur hafa komið auga á, eins og fæðingarblettir, húðflúr og skarð á milli framtannanna, sem vekja grunsemdir. Þá hefur söngkonan ekki sést á almannafæri í langan tíma. Sam, eiginmaður Britney, var í beinni útsendingu á Instagram síðu sinni um daginn og var Britney við hlið hans á meðan. Í myndbandinu spjallaði Sam við eiginkonu sína en það sást þó aldrei í andlit hennar. Þá þótti röddin á myndbandinu jafnframt gjörólík rödd Britney. „Þetta er alveg klikkuð kenning en þetta er áhugavert,“ segir Birta Líf. @teaspill_australia #britneyspears #tiktokdrama original sound - Teaspill_australia Instagram reikningnum lokað Athugasemdakerfi á Instagram síðu söngkonunnar er fullt af áhyggjufullum aðdáendum sem trúa því ekki að það sé hin raunverulega Birtney sem hefur birtst á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Efni hennar á samfélagsmiðlum hefur lengi vakið athygli en hennar nýjasta efni þykir enn sérkennilegra. Þá hafa verið stofnuð myllumerki á borð við #FreeBritney2022 og #WhereIsBritney. Eftir að athugasemdakerfið fylltist af samsæriskenningum var Instagram reikningi söngkonunnar lokað. Hann hefur þó verið opnaður aftur. Perez Hilton hefur áhyggjur Slúðurkóngurinn Perez Hilton deildi myndbandi á TikTok fyrir tveimur dögum þar sem hann sagði fólki að láta Britney í friði í eitt skipti fyrir öll og hætta með þessar samsæriskenningar. Í morgun birti Hilton svo nýtt myndband þar sem honum virtist hafa snúist hugur. „Núna er Britney Spears farin að valda mér áhyggjum,“ sagði hann. Britney deildi myndbandi af sér í einkaþotu þar sem hún sagðist vera á leiðinni til New York. „Ef Britney fer til New York og sést ekki á almannafæri af ljósmyndurum eða aðdáendum, þá verð ég virkilega áhyggjufullur, “ sagði Hilton. @perezhiltonthinks If #BritneySpears isn t seen out in public here, then SOMETHING is definitely worrying! Coat of Many Colors - Dolly Parton Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Þar ræðir Birta Líf meðal annars um nýja þætti Harry Bretaprins og Meghan Markle.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Samfélagsmiðlar Brennslan Tengdar fréttir Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. 6. október 2022 13:30 Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti „Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega. 12. september 2022 17:30 Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. 29. ágúst 2022 12:00 Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36 Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. 6. október 2022 13:30
Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti „Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega. 12. september 2022 17:30
Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. 29. ágúst 2022 12:00
Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36
Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32