Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 22:24 Beitir NK kom til Norðfjarðar um hálftvöleytið í dag með 1.240 tonn af loðnu. SVN/Hafþór Eiríksson Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20