„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 22:57 Katrín segist hafa hvatt leigufélög til að axla ábyrgð. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu hafa kallað eftir því að sett verði á leiguþak eða gripið til sambærilegra aðgerða. Leigumarkaðurinn hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga, og þá sérstaklega síðan leigufélagið Alma tilkynnti um fyrirhugaða hækkun leiguverðs. Félagið hyggst hækka leiguverð hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Viðtal við forsætisráðherra hefst á mínútu 3:30 í myndbandinu hér að neðan. Forsætisráðherra nafngreinir einstök leigufélög ekki sérstaklega en segir framgönguna óásættanlega. „Ég skil mætavel þá kröfu í ljósi framgöngu sumra leigufélaga sem við höfum auðvitað séð dæmi um í fjölmiðlum, sem er auðvitað með öllu óásættanleg eins og skýrt hefur komið fram. Og ég hef auðvitað hvatt til þess að leigufélögin axli ábyrgð og sýni hófstillingu þegar þau ákvarða sitt leiguverð til þess að hjálpa okkur í því að takast á við verðbólgu.“ Katrín segir að framganga leigufélaganna geri það að verkum að eðlilegt sé að krefjast skýrari ramma utan um starfsemi félaganna. Ríkisstjórnin mun kalla aðila vinnumarkaðarins að borðinu við endurskoðun húsaleigulaga. Og fer vinna sú vinna þá fljótlega fram? „Já, hún fer bara af stað núna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leigumarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu hafa kallað eftir því að sett verði á leiguþak eða gripið til sambærilegra aðgerða. Leigumarkaðurinn hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga, og þá sérstaklega síðan leigufélagið Alma tilkynnti um fyrirhugaða hækkun leiguverðs. Félagið hyggst hækka leiguverð hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Viðtal við forsætisráðherra hefst á mínútu 3:30 í myndbandinu hér að neðan. Forsætisráðherra nafngreinir einstök leigufélög ekki sérstaklega en segir framgönguna óásættanlega. „Ég skil mætavel þá kröfu í ljósi framgöngu sumra leigufélaga sem við höfum auðvitað séð dæmi um í fjölmiðlum, sem er auðvitað með öllu óásættanleg eins og skýrt hefur komið fram. Og ég hef auðvitað hvatt til þess að leigufélögin axli ábyrgð og sýni hófstillingu þegar þau ákvarða sitt leiguverð til þess að hjálpa okkur í því að takast á við verðbólgu.“ Katrín segir að framganga leigufélaganna geri það að verkum að eðlilegt sé að krefjast skýrari ramma utan um starfsemi félaganna. Ríkisstjórnin mun kalla aðila vinnumarkaðarins að borðinu við endurskoðun húsaleigulaga. Og fer vinna sú vinna þá fljótlega fram? „Já, hún fer bara af stað núna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Leigumarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00
Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55
Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45