Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. desember 2022 13:31 Klara Elías valdi óhefðbundna staðsetningu fyrir jólatónleika sína. Óli Már Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði. Klara er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún var að taka upp nýja plötu. Lagið hennar Eyjanótt var eitt vinsælasta lag ársins og ætlar því að enda þetta ár stæl og vera fyrsti tónlistarkonan til að halda jólatónleika í næstum aldargömlu húsi Sundhallar Hafnarfjarðar. Samveran mikilvægust Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 18. desember. Sundlaugin verður ekki opin fyrir gesti á meðan tónleikum stendur en setið verður í kring um sundlaugina. Uppselt er á báða tónleikana. Klara gaf nýverið út jólalagið Desember sem að hefur fengið frábærar viðtökur. „Lagið fjallar um það sem mér finnst skipta mestu máli yfir jólin. Það á til að gleymast í öllu stressinu. Þó að þessi mánuðir sé í rauninni frekar dimmur, grár og kaldur að þá er það umfram allt samvera með ástvinum sem birtir hann upp og er í raun það eina sem skiptir máli yfir jólin,“ segir Klara. Raunverulegu stjörnurnar Hugmyndin kemur frá Rósu bæjarstýru Hafnarfjarðar sem stakk upp á því fyrir síðustu jól að halda tónleika í þessu fallega húsi og Klara ákvað að láta verða af þessari hugmynd. „Ég held þessa tónleika í samstarfi við Ferða- og Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar sem er til fyrirmyndar í einu og öllu þegar kemur að því að hlúa að og standa við bakið á list, menningu og ungu og upprennandi listafólki í Hafnarfirði. Önnur bæjarfélög gætu tekið þau sér til fyrirmyndar. Ég er þeim afskaplega þakklát fyrir samstarfið.“ En tónleikarnir verða ekkert á pari við hefðbundna jólatónleika í þessu umhverfi. „Ég ætla að flytja mín uppáhalds hátíðarlög. Þetta verða alls ekki bara jólalög ofan í hvort annað. Enda held ég að við séum öll búin að heyra þau nógu oft. Þetta verður samblanda af jólalögum og öðrum lögum sem eru hátíðleg á annan hátt.“ Klara Ósk var að ljúka tökum á nýrri plötu. Óli Már Klara ætlar svo að fá gott fólk með sér á þessari einstöku stund. „Með mér verða þau Kjartan Baldursson á gítar og Helga Guðný Hallsdóttir á selló. Þau eru raunverulegu stjörnurnar á þessum tónleikum. Það er heiður að spila með svona hæfileikaríku fólki.“ Sundlaugar Hafnarfjörður Tónlist Jól Jólalög Tengdar fréttir Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. 2. júlí 2022 18:01 „Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57 Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Klara er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún var að taka upp nýja plötu. Lagið hennar Eyjanótt var eitt vinsælasta lag ársins og ætlar því að enda þetta ár stæl og vera fyrsti tónlistarkonan til að halda jólatónleika í næstum aldargömlu húsi Sundhallar Hafnarfjarðar. Samveran mikilvægust Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 18. desember. Sundlaugin verður ekki opin fyrir gesti á meðan tónleikum stendur en setið verður í kring um sundlaugina. Uppselt er á báða tónleikana. Klara gaf nýverið út jólalagið Desember sem að hefur fengið frábærar viðtökur. „Lagið fjallar um það sem mér finnst skipta mestu máli yfir jólin. Það á til að gleymast í öllu stressinu. Þó að þessi mánuðir sé í rauninni frekar dimmur, grár og kaldur að þá er það umfram allt samvera með ástvinum sem birtir hann upp og er í raun það eina sem skiptir máli yfir jólin,“ segir Klara. Raunverulegu stjörnurnar Hugmyndin kemur frá Rósu bæjarstýru Hafnarfjarðar sem stakk upp á því fyrir síðustu jól að halda tónleika í þessu fallega húsi og Klara ákvað að láta verða af þessari hugmynd. „Ég held þessa tónleika í samstarfi við Ferða- og Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar sem er til fyrirmyndar í einu og öllu þegar kemur að því að hlúa að og standa við bakið á list, menningu og ungu og upprennandi listafólki í Hafnarfirði. Önnur bæjarfélög gætu tekið þau sér til fyrirmyndar. Ég er þeim afskaplega þakklát fyrir samstarfið.“ En tónleikarnir verða ekkert á pari við hefðbundna jólatónleika í þessu umhverfi. „Ég ætla að flytja mín uppáhalds hátíðarlög. Þetta verða alls ekki bara jólalög ofan í hvort annað. Enda held ég að við séum öll búin að heyra þau nógu oft. Þetta verður samblanda af jólalögum og öðrum lögum sem eru hátíðleg á annan hátt.“ Klara Ósk var að ljúka tökum á nýrri plötu. Óli Már Klara ætlar svo að fá gott fólk með sér á þessari einstöku stund. „Með mér verða þau Kjartan Baldursson á gítar og Helga Guðný Hallsdóttir á selló. Þau eru raunverulegu stjörnurnar á þessum tónleikum. Það er heiður að spila með svona hæfileikaríku fólki.“
Sundlaugar Hafnarfjörður Tónlist Jól Jólalög Tengdar fréttir Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. 2. júlí 2022 18:01 „Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57 Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. 2. júlí 2022 18:01
„Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57