Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2022 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. Eftir að kjarasamningar Starfsgreinasambandsins, iðn- og tæknimanna og verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins lágu fyrir kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sínar í tengslum við samningana á fréttamannafundi á mánudag. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun sakaði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðtoga stjórnarflokkanna um blekkingar á þeim fundi varðandi hækkun barnabóta upp á fimm milljarða króna. „Ég hrósaði ríkisstjórn að þessu tilefni. Nú vil ég draga þetta hrós til baka og lýsa yfir vonbrigðum með framkomu hæstvirts forsætisráðherra í þessu máli. Því komið hefur á daginn að þessi aukning upp á fimm milljarða er í raun aukning upp á tvo milljarða. Miðað við þá fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor, það fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í haust og frumvarpið eins og það liggur fyrir Alþingi eftir breytingar,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefði fyrir skemmstu lagt fram tillögur um hækkun barnabóta upp á þrjá milljarða á næsta ári en dregið þær til baka eftir kynningu ríkisstjórnarinnar. Nú þegar ljóst væri að hækkunin yrði ekki fimm heldur tveir milljarðar muni flokkurinn leggja fram breytingartillögu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. „Svona bókhaldsblekkingar draga úr trausti. Ég vil taka það fram að svona stjórnmál eru mér ekki að skapi,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Boðar kerfisbreytingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði engar blekkingar hefðu átt sér stað. Verið væri að boða kerfisbreytingu á barnabótakerfinu sem hækkuðu framlög til barnabóta um fimm milljarða á næstu tveimur árum en ella hefði orðið miðað við núverandi fjárhæðir og skerðingarmörk. Tvö þúsund fleiri fengju barnabætur á næsta ári og níu hundruð til viðbótar vegna verðlagsuppfærslu kerfisins. „Þannig að hér er ekki um neinn blekkingarleik að ræða. Hér er hins vegar um að ræða kerfisbreytingu sem hefur verið kallað eftir. Meðal annars í flokki háttvirts þingmanns, sem er að barnabótakerfið nái til fleiri fjölskyldna en áður,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Gerði einnig athugasemdir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði einnig athugasemdir við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Barnabótakerfið væri þannig upp byggt að það þyrfti að uppfæra það á hverju ár annars myndi það smátt og smátt þurrkast út. Þá hefðu stjórnvöld áður en til kjarasamningar lágu fyrir lofað að barnabætur yrðu 16 milljarðar á næsta ári en ekki 14,6 milljarðar í heildina eins og nú væri boðað. „Mig langar því að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort sé heiðarlegri og nákvæmari framsetning á þessari kerfisbreytingu barnabóta að það sé verið að hækka barnabætur um fimm milljarða eða hvort það sé tæplega verið að standa við fyrri loforð,“ sagði Björn Leví. Forsætisráðherra sagði það sérstaka ákvörðun á hverju ári hvort skerðingarmörk barnabóta verði uppfærð. Það væru dæmi þess að mörkin hefðu ekki verið uppfærð. Þá hefði fækkað í hópi þeirra sem ættu rétt á bótum en ekki fjölgað eins og nú. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Félagsmál Tengdar fréttir Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16 „Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Eftir að kjarasamningar Starfsgreinasambandsins, iðn- og tæknimanna og verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins lágu fyrir kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sínar í tengslum við samningana á fréttamannafundi á mánudag. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun sakaði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðtoga stjórnarflokkanna um blekkingar á þeim fundi varðandi hækkun barnabóta upp á fimm milljarða króna. „Ég hrósaði ríkisstjórn að þessu tilefni. Nú vil ég draga þetta hrós til baka og lýsa yfir vonbrigðum með framkomu hæstvirts forsætisráðherra í þessu máli. Því komið hefur á daginn að þessi aukning upp á fimm milljarða er í raun aukning upp á tvo milljarða. Miðað við þá fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor, það fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í haust og frumvarpið eins og það liggur fyrir Alþingi eftir breytingar,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefði fyrir skemmstu lagt fram tillögur um hækkun barnabóta upp á þrjá milljarða á næsta ári en dregið þær til baka eftir kynningu ríkisstjórnarinnar. Nú þegar ljóst væri að hækkunin yrði ekki fimm heldur tveir milljarðar muni flokkurinn leggja fram breytingartillögu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. „Svona bókhaldsblekkingar draga úr trausti. Ég vil taka það fram að svona stjórnmál eru mér ekki að skapi,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Boðar kerfisbreytingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði engar blekkingar hefðu átt sér stað. Verið væri að boða kerfisbreytingu á barnabótakerfinu sem hækkuðu framlög til barnabóta um fimm milljarða á næstu tveimur árum en ella hefði orðið miðað við núverandi fjárhæðir og skerðingarmörk. Tvö þúsund fleiri fengju barnabætur á næsta ári og níu hundruð til viðbótar vegna verðlagsuppfærslu kerfisins. „Þannig að hér er ekki um neinn blekkingarleik að ræða. Hér er hins vegar um að ræða kerfisbreytingu sem hefur verið kallað eftir. Meðal annars í flokki háttvirts þingmanns, sem er að barnabótakerfið nái til fleiri fjölskyldna en áður,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Gerði einnig athugasemdir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði einnig athugasemdir við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Barnabótakerfið væri þannig upp byggt að það þyrfti að uppfæra það á hverju ár annars myndi það smátt og smátt þurrkast út. Þá hefðu stjórnvöld áður en til kjarasamningar lágu fyrir lofað að barnabætur yrðu 16 milljarðar á næsta ári en ekki 14,6 milljarðar í heildina eins og nú væri boðað. „Mig langar því að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort sé heiðarlegri og nákvæmari framsetning á þessari kerfisbreytingu barnabóta að það sé verið að hækka barnabætur um fimm milljarða eða hvort það sé tæplega verið að standa við fyrri loforð,“ sagði Björn Leví. Forsætisráðherra sagði það sérstaka ákvörðun á hverju ári hvort skerðingarmörk barnabóta verði uppfærð. Það væru dæmi þess að mörkin hefðu ekki verið uppfærð. Þá hefði fækkað í hópi þeirra sem ættu rétt á bótum en ekki fjölgað eins og nú.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Félagsmál Tengdar fréttir Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16 „Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16
„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21