Aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi staðfest að ÍBV fengi 100 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2022 07:56 Forsvarsmenn ÍBV telja að heildartjónið vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir 300 milljónir króna. Vísir/Elísabet Hanna Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV) hefur óskað eftir að fjárlaganefnd tryggi að ríkið greiði félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk sem hann segir að félaginu hafi verið lofað vegna „gríðarlegs tekjubrests“ af hátíðarhaldi árin 2020 og 2021 vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í erindi Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, til fjárlaganefndar. Þar kemur jafnframt að aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Kjarninn fjallaði um málið í gær. Haraldur segir í bréfinu að í tengslum við fjáraukalög fyrir síðasta ár hafi forsvarsmenn ÍBV fengið skilaboð um að félagið fengi hundrað milljónir króna til að bæta fyrir tekjutap þar sem aflýsa hafi þurft Þjóðhátíð í Eyjum vegna heimsfaraldursins. Félagið metur sem svo að heildartjón félagsins vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir þrjú hundruð milljónir króna. Þeim hafi hins vegar brugðið þegar í ljós kom að einungis fjörutíu milljónir króna hafi borist félaginu í apríl síðastliðinn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það hafi gerst eftir „ótöl símtöl og vandræðalega mikla eftirgrennslan“, segir í bréfi Haraldar. Haraldur Pálsson (til vinstri) tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV á síðasta ári.ÍBV Fjárhagsstaðan erfið Í erindinu segir að ÍBV reiði sig á tekjur frá Þjóðhátíð til móts við æfingagjöld og styrki fyrirtækja. „Af þessum sökum er félagið í erfiðri fjárhagsstöðu um þessar mundir og á erfitt með að standa í skilum í sínum rekstri.“ Félagið óskar í erindinu því eftir að fjárlaganefnd taki málið sérstaklega fyrir og veiti félaginu viðbótarstyrk svo það „geti haldið áfram að halda við innviðum Þjóðhátíðarinnar og náð endum saman“. Vilja forsvarsmenn að „staðið verði við fyrri loforð gagnvart þeim styrk sem ákveðinn var við úrvinnslu fjáraukalaga fyrir árið 2021, en þar hafa einungis fengist greiddar 40 milljónir króna af þeim 100 milljónum króna sem félaginu hafði áður verið tilkynnt“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Tveir þriðju rynnu óskipt til ÍBV Haraldur ræðir ennfremur í erindinu að við vinnslu fjáraukalaga fyrir síðasta ár hafi fjárlaganefnd borist tillaga að styrk til íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna tekjumissis ýmissa viðburða árið 2021 sem fella þurfti niður með skömmum fyrirvara þegar samkomutakmarkanir tóku aftur gildi. Þar hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að veita sextíu milljónum króna í málefnið þar sem skilyrt væri að fjörutíu milljónir hið minnsta færu óskiptar til ÍBV. „Fjárlaganefnd tók málið fyrir og mat stöðuna þannig, byggt á fyrirliggjandi gögnum, að hækka ætti framlagið í 100 milljónir króna og halda hlutföllunum um lágmarkshlut ÍBV óbreyttu eða 2/3. Ekkert var því til fyrirstöðu að ef ekkert annað félag myndi sækja í þennan sjóð á sömu forsendum og að ÍBV fengi þannig allan sjóðinn, enda höfðu aðgerðir stjórnvalda orðið til þess að félagið hafi orðið af 230 milljónum króna hið minnsta undanfarin tvö árin,“ segir í erindi Haraldar. ÍBV Vestmannaeyjar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, til fjárlaganefndar. Þar kemur jafnframt að aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Kjarninn fjallaði um málið í gær. Haraldur segir í bréfinu að í tengslum við fjáraukalög fyrir síðasta ár hafi forsvarsmenn ÍBV fengið skilaboð um að félagið fengi hundrað milljónir króna til að bæta fyrir tekjutap þar sem aflýsa hafi þurft Þjóðhátíð í Eyjum vegna heimsfaraldursins. Félagið metur sem svo að heildartjón félagsins vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir þrjú hundruð milljónir króna. Þeim hafi hins vegar brugðið þegar í ljós kom að einungis fjörutíu milljónir króna hafi borist félaginu í apríl síðastliðinn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það hafi gerst eftir „ótöl símtöl og vandræðalega mikla eftirgrennslan“, segir í bréfi Haraldar. Haraldur Pálsson (til vinstri) tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV á síðasta ári.ÍBV Fjárhagsstaðan erfið Í erindinu segir að ÍBV reiði sig á tekjur frá Þjóðhátíð til móts við æfingagjöld og styrki fyrirtækja. „Af þessum sökum er félagið í erfiðri fjárhagsstöðu um þessar mundir og á erfitt með að standa í skilum í sínum rekstri.“ Félagið óskar í erindinu því eftir að fjárlaganefnd taki málið sérstaklega fyrir og veiti félaginu viðbótarstyrk svo það „geti haldið áfram að halda við innviðum Þjóðhátíðarinnar og náð endum saman“. Vilja forsvarsmenn að „staðið verði við fyrri loforð gagnvart þeim styrk sem ákveðinn var við úrvinnslu fjáraukalaga fyrir árið 2021, en þar hafa einungis fengist greiddar 40 milljónir króna af þeim 100 milljónum króna sem félaginu hafði áður verið tilkynnt“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Tveir þriðju rynnu óskipt til ÍBV Haraldur ræðir ennfremur í erindinu að við vinnslu fjáraukalaga fyrir síðasta ár hafi fjárlaganefnd borist tillaga að styrk til íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna tekjumissis ýmissa viðburða árið 2021 sem fella þurfti niður með skömmum fyrirvara þegar samkomutakmarkanir tóku aftur gildi. Þar hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að veita sextíu milljónum króna í málefnið þar sem skilyrt væri að fjörutíu milljónir hið minnsta færu óskiptar til ÍBV. „Fjárlaganefnd tók málið fyrir og mat stöðuna þannig, byggt á fyrirliggjandi gögnum, að hækka ætti framlagið í 100 milljónir króna og halda hlutföllunum um lágmarkshlut ÍBV óbreyttu eða 2/3. Ekkert var því til fyrirstöðu að ef ekkert annað félag myndi sækja í þennan sjóð á sömu forsendum og að ÍBV fengi þannig allan sjóðinn, enda höfðu aðgerðir stjórnvalda orðið til þess að félagið hafi orðið af 230 milljónum króna hið minnsta undanfarin tvö árin,“ segir í erindi Haraldar.
ÍBV Vestmannaeyjar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira