Króatar fara heim með verðlaun annað mótið í röð Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 16:54 Josko Gvardiol kom Króatíu yfir í leiknum. Vísir/Getty Króatía lagði Marokkó að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin leiddu saman hesta sína í leiknum um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla í Doha í Katar í dag. Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Króatar vinna verðlaun en liðið laut í lægra haldi fyrir Frakklandi á mótinum sem haldið var í Rússlandi árið 2018. Þá er þetta í þriðja skiptið sem Króatía nælir í verðlaun á heimsmeistaramóti en liðið vann brons á HM árið 1998 í Frakklandi. Afríkulið hefur hins vegar aldrei unnið verðlaun á heimsmeistaramóti og Marokkó, sem unnið hefur hug og hjörtu fótboltaunnenda á mótin, náði ekki að binda endi á þá bið í dag. Yassine Bounou, markvörður Marokkó, horfir á eftir skoti Mislav Orsic fara í netið. Vísir/Getty Fyrri hálfleikur var einkar fjörugur en eftir tæplega tíu mínútna leik var staðan 1-1. Hinn tvítugi miðvörður RB Leipzig sem leikið hefur frábærlega á mótinu kom Króötum yfir eftir sjö mínútna leik en Achraf Dari, leikmaður Brest, jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Það var svo Mislav Oršić, sem spilar með Dynamo Zagred, sem tryggði Króatíu sigurinn og bronsmedalíurnar með afar snotru marki undir lok fyrri hálfleiks. Meiðslum hrjáð lið Marokkó náði ekki að svara fyrir sig en Youssef En-Nesyri var hársbreidd frá því að skora dramatískt jöfnunarmark á lokaandartökum leiksins. Króatíumenn fengu þarna sárabót í farteskið. Á morgun mætast svo Argentína og Frakkland í úrslitaleik mótsins. HM 2022 í Katar Króatía
Króatía lagði Marokkó að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin leiddu saman hesta sína í leiknum um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla í Doha í Katar í dag. Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Króatar vinna verðlaun en liðið laut í lægra haldi fyrir Frakklandi á mótinum sem haldið var í Rússlandi árið 2018. Þá er þetta í þriðja skiptið sem Króatía nælir í verðlaun á heimsmeistaramóti en liðið vann brons á HM árið 1998 í Frakklandi. Afríkulið hefur hins vegar aldrei unnið verðlaun á heimsmeistaramóti og Marokkó, sem unnið hefur hug og hjörtu fótboltaunnenda á mótin, náði ekki að binda endi á þá bið í dag. Yassine Bounou, markvörður Marokkó, horfir á eftir skoti Mislav Orsic fara í netið. Vísir/Getty Fyrri hálfleikur var einkar fjörugur en eftir tæplega tíu mínútna leik var staðan 1-1. Hinn tvítugi miðvörður RB Leipzig sem leikið hefur frábærlega á mótinu kom Króötum yfir eftir sjö mínútna leik en Achraf Dari, leikmaður Brest, jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Það var svo Mislav Oršić, sem spilar með Dynamo Zagred, sem tryggði Króatíu sigurinn og bronsmedalíurnar með afar snotru marki undir lok fyrri hálfleiks. Meiðslum hrjáð lið Marokkó náði ekki að svara fyrir sig en Youssef En-Nesyri var hársbreidd frá því að skora dramatískt jöfnunarmark á lokaandartökum leiksins. Króatíumenn fengu þarna sárabót í farteskið. Á morgun mætast svo Argentína og Frakkland í úrslitaleik mótsins.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti