Það er Sky Sports sem segist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Southgate ætli sér halda áfram með enska landsliðið og að hann sé sannfærður um að hann muni gera það. Hann eigi aðeins eftir að segja enska knattspyrnusambandinu frá ákvörðun sinni sem hann ætli að gera fyrir jól.
Sérfræðingur Sky Sports, Gary Neville, hlýtur að vera ánægður með þessa ákvörðun hjá Gareth en hann er á því að þjálfarinn eigi að halda áfram með liðið. Hann sagðist vona það að Southgate myndi ekki fara aftur í félagsliðaþjálfun því það væri enginn enskur þjálfari sem hefði viðlíka reynslu af stórmótum eins og hann.
Southgate fór með enska lansdsliðið alla leið í úrslitaleik EM 2020, þar sem þeir lutu í gras fyrir Ítölum og leiddi Englendinga í 8-liða úrslit á HM 2022. Enskir töpuðu þar fyrir Frakklandi sem leikur til úrslita á morgun.
Neville segir að Southgate hafi séð þetta allt saman á 10 ára ferli og að hann hafi náð góðum árangri á þeim tíma. Rétt eins og yngri liðin og kvennalið Englendinga. Neville er svo á því að Southgate hafi leitt bætingu í frammistöðu liðsins og menningu innan þess á þessum tíma sem hann hefur verið með liðið.