Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. desember 2022 23:20 Justin og Victoria ætluðu sér að stoppa hér í eina nótt. Vísir/Egill Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria. Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria.
Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58