Telur forkastanlegt að halda drengnum í gæsluvarðhaldi Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 10:12 Málið vakti mikla athygli, skók samfélagið. Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir skjólstæðing sinn, 19 ára að aldri, sitja einan eftir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögmaðurinn gagnrýnir harðlega það að fá ekki umbeðin gögn í málinu. Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu. Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.” Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.”
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira