Telur forkastanlegt að halda drengnum í gæsluvarðhaldi Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 10:12 Málið vakti mikla athygli, skók samfélagið. Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir skjólstæðing sinn, 19 ára að aldri, sitja einan eftir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögmaðurinn gagnrýnir harðlega það að fá ekki umbeðin gögn í málinu. Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu. Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.” Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.”
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira