„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32