Neitaði fjölskyldum frá Úkraínu um hjálp út árið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 20:17 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, neitar fjölskyldum frá Úkraínu um aðstoð út árið í tölvupóstsamskiptum við Íslending sem tengist fjölskyldunum fyrr í desember. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum. Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum.
Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira