Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 08:39 Bahameyskir lögreglumenn fylgja Sam Bankman-Fried í dómsal í Nassá þar sem gengið var frá framsali hans til Bandaríkjanna í gær. AP/Rebecca Blackwell Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. Bandarískir alríkissaksóknarar ákærðu Bankman-Fried fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólöleg framlög til stjórnmálaframboða í tengslum við gjaldþrot FTX sem var þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. Hann er meðal annars sakaður um að hafa nota milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að halda Alameda Research, vogunarsjóði sínum, á floti. Fyrr í vikunni féllst Bankman-Fried á að verða framseldur frá Bahamaeyjum, þar sem FTX hafði höfuðstöðvar, til Bandaríkjanna. Hann var fluttur með flugi og lenti í New York í nótt. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulegt að hann komi fyrir dómara í dag. Bankman-Fried, sem er þrítugur, gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Játuðu til að fá mildari refsingu Staða Bankman-Frieds, sem segist engin svik hafa framið, virðist þrengjast með hverjum deginum sem líður. Saksóknarar upplýstu í gær að tveir nánir samstarfsmenn hans, þau Carolyn Ellison, fyrrverandi forstjóri Alameda Research, og Gary Wang, einn stofnenda FTX, hafi játað sig sek um ýmis konar fjársvik og vinni nú með yfirvöldum. AP-fréttastofan segir að þau Ellison og Wang hafi skrifað undir játningu gegn því að saksóknarar lofuðu að mæla með því að þau fái mildari refsingu. Ekki hafði verið greint frá því áður að þau væru sökuð um glæp. Ellison, sem er einnig fyrrverandi kærasta Bankman-Frieds, hefði getað átt yfir höfði sér allt að 110 ára fangelsisdóm en Wang fimmtíu ár. Þau ganga bæði laus gegn tryggingu og sæta farbanni. Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) kærði Ellison (28 ára) og Wang (29 ára) fyrir að vera virkir þátttakendur í samsæri Bankman-Frieds um að svíkja fjárfesta og svindla á viðskiptavinum. Wang hafi smíðað hugbúnað sem gerði Bankman-Fried kleift að færa fé viðskiptavina FTX til Alameda Research. Ellison hafi nýtt fjármunina til að fjármagna viðskipti vogunarsjóðsins. Gjaldþrot FTX Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Bankman-Fried samþykkir að vera framseldur Lögmaður Sams Bankman-Frieds, stofnanda FTX, segir hann tilbúinn að svara til saka í Bandaríkunum vegna falls rafmyntakauphallarinnar. Undirbúningur að framsali hans til Bandaríkjanna hefjist nú. 20. desember 2022 10:47 Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. 19. desember 2022 12:36 „Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2022 23:05 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandarískir alríkissaksóknarar ákærðu Bankman-Fried fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólöleg framlög til stjórnmálaframboða í tengslum við gjaldþrot FTX sem var þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. Hann er meðal annars sakaður um að hafa nota milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að halda Alameda Research, vogunarsjóði sínum, á floti. Fyrr í vikunni féllst Bankman-Fried á að verða framseldur frá Bahamaeyjum, þar sem FTX hafði höfuðstöðvar, til Bandaríkjanna. Hann var fluttur með flugi og lenti í New York í nótt. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulegt að hann komi fyrir dómara í dag. Bankman-Fried, sem er þrítugur, gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Játuðu til að fá mildari refsingu Staða Bankman-Frieds, sem segist engin svik hafa framið, virðist þrengjast með hverjum deginum sem líður. Saksóknarar upplýstu í gær að tveir nánir samstarfsmenn hans, þau Carolyn Ellison, fyrrverandi forstjóri Alameda Research, og Gary Wang, einn stofnenda FTX, hafi játað sig sek um ýmis konar fjársvik og vinni nú með yfirvöldum. AP-fréttastofan segir að þau Ellison og Wang hafi skrifað undir játningu gegn því að saksóknarar lofuðu að mæla með því að þau fái mildari refsingu. Ekki hafði verið greint frá því áður að þau væru sökuð um glæp. Ellison, sem er einnig fyrrverandi kærasta Bankman-Frieds, hefði getað átt yfir höfði sér allt að 110 ára fangelsisdóm en Wang fimmtíu ár. Þau ganga bæði laus gegn tryggingu og sæta farbanni. Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) kærði Ellison (28 ára) og Wang (29 ára) fyrir að vera virkir þátttakendur í samsæri Bankman-Frieds um að svíkja fjárfesta og svindla á viðskiptavinum. Wang hafi smíðað hugbúnað sem gerði Bankman-Fried kleift að færa fé viðskiptavina FTX til Alameda Research. Ellison hafi nýtt fjármunina til að fjármagna viðskipti vogunarsjóðsins.
Gjaldþrot FTX Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Bankman-Fried samþykkir að vera framseldur Lögmaður Sams Bankman-Frieds, stofnanda FTX, segir hann tilbúinn að svara til saka í Bandaríkunum vegna falls rafmyntakauphallarinnar. Undirbúningur að framsali hans til Bandaríkjanna hefjist nú. 20. desember 2022 10:47 Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. 19. desember 2022 12:36 „Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2022 23:05 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bankman-Fried samþykkir að vera framseldur Lögmaður Sams Bankman-Frieds, stofnanda FTX, segir hann tilbúinn að svara til saka í Bandaríkunum vegna falls rafmyntakauphallarinnar. Undirbúningur að framsali hans til Bandaríkjanna hefjist nú. 20. desember 2022 10:47
Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. 19. desember 2022 12:36
„Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2022 23:05