„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir að Efling hafi kynnt samninganefnd SA ítarlega það tilboð sem var gert í gær. Þar hafi hagvaxtaraukinn verið tekinn inn í launaliðinn, líkt og önnur félög hafi gert. Á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót til Eflingarfólks. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundinum í morgun. „Upphæðirnar sem við förum fram á eru hærri en undirritaðar voru hjá Starfsgreinasambandinu en þær eru ekki hærri en í öðrum samningum. Það er alls ekki svo. [...] Við erum að leggja hér fram tilboð þar sem hæsta hækkunin er tæplega 66 þúsund. Þeir samningar sem náðst hafa og hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum, þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði.“ Hún segir að enn hafi ekki verið boðað til næsta fundar, en að ef ríkissáttasemjari boði nefndir á fund, til dæmis milli jóla og nýárs, þá mæti Eflingarfólk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Ætla að ráða ráðum sínum Sólveig Anna segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Hún ætli ekki að svara neitt ítarlegar fyrr en niðurstaða samninganefndar liggur fyrir. „Það hvort við missum afturvirknina... Nei, ég hræðist það ekki , enda væri það fráleitt að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins, sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins og heldur hér öllu gangandi, fyrir að standa í öflugri kjarabaráttu. Ég vona að menn séu ekki svo langt leiddir að þeir láti detta það til hugar.“ Viðar Þorsteinsson og aðrir í samninganefnd Eflingar.Vísir/Vilhelm Hvað þegar komið er nokkrar vikur inn í nýtt ár, eruð þið þá farin að huga að aðgerðum ef ekki verða samningar komnir? „Aftur, nú fer ég á fund með samninganefndinni. Ég ætla ekkert að fabúlera neitt meira um það hvað gerist innan næstu vikna. Það bara kemur í ljós,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sólveig Anna segir að Efling hafi kynnt samninganefnd SA ítarlega það tilboð sem var gert í gær. Þar hafi hagvaxtaraukinn verið tekinn inn í launaliðinn, líkt og önnur félög hafi gert. Á móti kæmi sérstök framfærsluuppbót til Eflingarfólks. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundinum í morgun. „Upphæðirnar sem við förum fram á eru hærri en undirritaðar voru hjá Starfsgreinasambandinu en þær eru ekki hærri en í öðrum samningum. Það er alls ekki svo. [...] Við erum að leggja hér fram tilboð þar sem hæsta hækkunin er tæplega 66 þúsund. Þeir samningar sem náðst hafa og hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum, þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði.“ Hún segir að enn hafi ekki verið boðað til næsta fundar, en að ef ríkissáttasemjari boði nefndir á fund, til dæmis milli jóla og nýárs, þá mæti Eflingarfólk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Ætla að ráða ráðum sínum Sólveig Anna segir að samninganefnd Eflingar muni nú funda og ráða ráðum sínum. Hún ætli ekki að svara neitt ítarlegar fyrr en niðurstaða samninganefndar liggur fyrir. „Það hvort við missum afturvirknina... Nei, ég hræðist það ekki , enda væri það fráleitt að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins, sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins og heldur hér öllu gangandi, fyrir að standa í öflugri kjarabaráttu. Ég vona að menn séu ekki svo langt leiddir að þeir láti detta það til hugar.“ Viðar Þorsteinsson og aðrir í samninganefnd Eflingar.Vísir/Vilhelm Hvað þegar komið er nokkrar vikur inn í nýtt ár, eruð þið þá farin að huga að aðgerðum ef ekki verða samningar komnir? „Aftur, nú fer ég á fund með samninganefndinni. Ég ætla ekkert að fabúlera neitt meira um það hvað gerist innan næstu vikna. Það bara kemur í ljós,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49