Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 13:49 Erla Bolladóttir hélt blaðamannafund eftir að Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni hennar. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur gert samkomulag við Erlu Bolladóttur vegna gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns. Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds. Samkvæmt samkomulaginu greiðir íslenska ríkið Erlu Bolladóttur miskabætur fyrir gæsluvarðhaldið á sama grundvelli og sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem síðar voru sýknaðir, voru dæmdar í Landsrétti, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Samkomulagið við Erlu Bolladóttur tekur eingöngu til gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar og nær ekki til dóms vegna rangra sakargifta enda stendur hann óhaggaður. Þann fjórtánda september síðastliðinn hafnaði Endurupptökudómur endurupptökubeiðni Erlu. Í yfirlýsingu forsætisráðherra biður Katrín Jakobsdóttir Erlu afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Yfirlýsing Katrínar var hluti samkomulagsins. Aðstæður ungrar konu með kornabarn fordæmalausar Í yfirlýsingu Katrínar segir að aðstæður sem gæsluföngum voru búnar á þeim tíma sem Erla sætti gæsluvarðhaldi hafi verið sérlega erfiðar. „Lengd frelsissviptingar hennar meðan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóð og aðstæður sem henni og barni hennar voru búnar á þeim tíma eru fordæmalausar. Í því skyni að leiða til lykta þessi mál, að því er fyrrum sakborninga varðar, þykir eðlilegt og sanngjarnt að biðja Erlu sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Katrín segir að staða Erlu hafi verið sérstök meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu enda hafi hún verið sýknuð af ákæru fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar með dómi Hæstaréttar 1980 og því ekki fallið undir þær ráðstafanir sem ríkið ákvað að grípa til í kjölfar sýknudóms yfir sakborningunum árið 2018. Því þyki sanngjarnt að Erla fái greiddar bætur vegna frelsissviptingar sinnar í gæsluvarðhaldi til samræmis við bætur sem Landsréttur ákvarðaði sakborningum sem sýknaðir voru af sökum varðandi mannshvörfin. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. 15. október 2022 20:52 Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. 15. október 2022 13:59 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Samkvæmt samkomulaginu greiðir íslenska ríkið Erlu Bolladóttur miskabætur fyrir gæsluvarðhaldið á sama grundvelli og sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem síðar voru sýknaðir, voru dæmdar í Landsrétti, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Samkomulagið við Erlu Bolladóttur tekur eingöngu til gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar og nær ekki til dóms vegna rangra sakargifta enda stendur hann óhaggaður. Þann fjórtánda september síðastliðinn hafnaði Endurupptökudómur endurupptökubeiðni Erlu. Í yfirlýsingu forsætisráðherra biður Katrín Jakobsdóttir Erlu afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Yfirlýsing Katrínar var hluti samkomulagsins. Aðstæður ungrar konu með kornabarn fordæmalausar Í yfirlýsingu Katrínar segir að aðstæður sem gæsluföngum voru búnar á þeim tíma sem Erla sætti gæsluvarðhaldi hafi verið sérlega erfiðar. „Lengd frelsissviptingar hennar meðan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóð og aðstæður sem henni og barni hennar voru búnar á þeim tíma eru fordæmalausar. Í því skyni að leiða til lykta þessi mál, að því er fyrrum sakborninga varðar, þykir eðlilegt og sanngjarnt að biðja Erlu sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Katrín segir að staða Erlu hafi verið sérstök meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu enda hafi hún verið sýknuð af ákæru fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar með dómi Hæstaréttar 1980 og því ekki fallið undir þær ráðstafanir sem ríkið ákvað að grípa til í kjölfar sýknudóms yfir sakborningunum árið 2018. Því þyki sanngjarnt að Erla fái greiddar bætur vegna frelsissviptingar sinnar í gæsluvarðhaldi til samræmis við bætur sem Landsréttur ákvarðaði sakborningum sem sýknaðir voru af sökum varðandi mannshvörfin.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. 15. október 2022 20:52 Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. 15. október 2022 13:59 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. 15. október 2022 20:52
Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. 15. október 2022 13:59
„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29