Bílastæðasjóður stelur jólunum frá fötluðum manni Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2022 14:23 Vilberg segist hafa gert allt samkvæmt bókinni, lagt í stæði sem merkt er fötluðum, enda er hann fatlaður eftir vinnuslys sem hann lenti í fyrir tíu árum, og bíll hans er merktur fötluðum manni. En allt kemur fyrir ekki, Bilastæðasjóður stendur fastur á sínu og mun engu ansa þar um fyrr en 4. janúar, starfsmenn Bílastæðasjóðs eru komnir í jólafrí. aðsend Vilberg Guðnason segir Bílastæðasjóð hafa stolið frá sér jólunum, pakkinn til eiginkonunnar verði því miður tómur þessi jólin. „Þökk sé“ sekt sem nemur 45 þúsund krónum, sekt sem stenst enga skoðun að sögn Vilbergs. Vilberg taldi sig vera að gera allt samkvæmt bókinni þegar hann lagði bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann var með stöðukort sitt á sínum stað, í innanverðri framrúðunni. Vaskur stöðumælavörður en glámskyggn lét það ekki stöðva sig. Og laumaði sektarmiða undir rúðublaðið. Þetta gerðist ekki einu sinni í desember heldur þrisvar. Í miðborg Reykjavíkur. Sektirnar sem Vilberg stendur frammi fyrir því að greiða eru samtals 45 þúsund. Segir Bílastæðasjóð hata fatlaða Vilberg hefur reynt að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að hér hafi stöðumælaverðir farið offari, hann hafi sannarlega verið í fullum rétti við að leggja bílnum í stæði merkt fötluðum, hann sé fatlaður eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir tíu árum. En allt kemur fyrir ekki. Bílastæðasjóður ber því við að stöðukortið hafi ekki verið sýnilegt, sem Vilberg segir fráleitar mótbárur. Og sýnir mynd því til staðfestingar. Kortið ætti ekki að fara neitt á milli mála. „Jájá, það er gaman fyrir öryrkja að borga 45 í sekt fyrir að leggja í stæði sem þú mátt leggja í. Ég fæ 80 þúsund frá Tryggingastofnun þannig að þetta er meirihlutinn af bótunum,“ segir Vilberg ósáttur og lái honum hver sem vill. Vilberg segir þetta þekkt vandamál, að fatlaðir séu rukkaðir með þessum hætti. Hann hefur í fjórgang kvartað undan hliðstæðum sektargreiðslum og Bílastæðasjóður hafi þá fallið frá sektinni. En nú vilja þeir standa fastir á sínu, sinni óskiljanlegu ákvörðun að mati Vilbergs. „Bílastæðasjóður hatar fatlaða, því þeir þurfa ekki að borga,“ segir Vilberg. Það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af þessu framferði. „Lögfræðingurinn sem er með þetta mál fyrir okkur, hefur fengið sekt fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum. Hún er líka með stöðukort fatlaðra í framrúðunni. Hún fékk endurgreitt.“ Allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí og ekkert hægt að gera Einn umræddra sektarmiða. Þegar þau svo ætluðu að reyna að fá Bílastæðasjóð ofan af þessari ákvörðun, sem þau telja blasa við að sé augljóslega röng, það blasi við, steyttu þau á skeri. „Við hringdum í dag en þá fengum við þau svör að það yrði ekkert meira gert í þessu máli fyrr en í fyrsta lagi 4. janúar. Það væru allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí. Þetta er gaman eða hitt þó heldur,“ segir Vilberg. Hann segir að það hefði verið ódýrara fyrir sig að leggja ólöglega annars staðar því sérstakt sektarákvæði er að leggja í stæði merkt fötluðum. „Já, ef menn eru ekki með kort eins og ég er með,“ segir Vilberg sem reynir að halda í jólaskapið. En það verða engir pakkar. „Mamma er búin að kaupa í jólamatinn fyrir okkur þannig að ég fer nú ekki að slá hana fyrir því.“ Reykjavík Bílastæði Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Vilberg taldi sig vera að gera allt samkvæmt bókinni þegar hann lagði bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann var með stöðukort sitt á sínum stað, í innanverðri framrúðunni. Vaskur stöðumælavörður en glámskyggn lét það ekki stöðva sig. Og laumaði sektarmiða undir rúðublaðið. Þetta gerðist ekki einu sinni í desember heldur þrisvar. Í miðborg Reykjavíkur. Sektirnar sem Vilberg stendur frammi fyrir því að greiða eru samtals 45 þúsund. Segir Bílastæðasjóð hata fatlaða Vilberg hefur reynt að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að hér hafi stöðumælaverðir farið offari, hann hafi sannarlega verið í fullum rétti við að leggja bílnum í stæði merkt fötluðum, hann sé fatlaður eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir tíu árum. En allt kemur fyrir ekki. Bílastæðasjóður ber því við að stöðukortið hafi ekki verið sýnilegt, sem Vilberg segir fráleitar mótbárur. Og sýnir mynd því til staðfestingar. Kortið ætti ekki að fara neitt á milli mála. „Jájá, það er gaman fyrir öryrkja að borga 45 í sekt fyrir að leggja í stæði sem þú mátt leggja í. Ég fæ 80 þúsund frá Tryggingastofnun þannig að þetta er meirihlutinn af bótunum,“ segir Vilberg ósáttur og lái honum hver sem vill. Vilberg segir þetta þekkt vandamál, að fatlaðir séu rukkaðir með þessum hætti. Hann hefur í fjórgang kvartað undan hliðstæðum sektargreiðslum og Bílastæðasjóður hafi þá fallið frá sektinni. En nú vilja þeir standa fastir á sínu, sinni óskiljanlegu ákvörðun að mati Vilbergs. „Bílastæðasjóður hatar fatlaða, því þeir þurfa ekki að borga,“ segir Vilberg. Það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af þessu framferði. „Lögfræðingurinn sem er með þetta mál fyrir okkur, hefur fengið sekt fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum. Hún er líka með stöðukort fatlaðra í framrúðunni. Hún fékk endurgreitt.“ Allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí og ekkert hægt að gera Einn umræddra sektarmiða. Þegar þau svo ætluðu að reyna að fá Bílastæðasjóð ofan af þessari ákvörðun, sem þau telja blasa við að sé augljóslega röng, það blasi við, steyttu þau á skeri. „Við hringdum í dag en þá fengum við þau svör að það yrði ekkert meira gert í þessu máli fyrr en í fyrsta lagi 4. janúar. Það væru allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí. Þetta er gaman eða hitt þó heldur,“ segir Vilberg. Hann segir að það hefði verið ódýrara fyrir sig að leggja ólöglega annars staðar því sérstakt sektarákvæði er að leggja í stæði merkt fötluðum. „Já, ef menn eru ekki með kort eins og ég er með,“ segir Vilberg sem reynir að halda í jólaskapið. En það verða engir pakkar. „Mamma er búin að kaupa í jólamatinn fyrir okkur þannig að ég fer nú ekki að slá hana fyrir því.“
Reykjavík Bílastæði Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira