Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
Sá sem situr nú í gæsluvarðhaldi er nítján ára gamall karlmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn er byggður á lagaákvæði sakamálalaga með vísan til almannahagsmuna.
Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannsins, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í vikunni og sagði með ólíkindum að nítján ára barni væri haldið í gæsluvarðhaldi án þess að afhent væru gögn sem tengja áttu drenginn við málið.
Ómar segir nú í samtali við fréttastofu að ákæruvaldið hafi brugðist við. Búið væri að afhenda gögn eins og um var beðið.