Ráðherrar gjafmildir rétt fyrir jól Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 11:05 Ráðherrar úthluta jafnan fjárstyrkjum í aðdraganda jóla. Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira