Söngvarinn, sem hét Maxwell Fraser réttu nafni, lést í svefni á heimili sínu í suðurhluta London í gærkvöldi.
Hann var liðsmaður sveitarinnar ásamt þeim Rollo og Sister Bliss, en Sister Bliss greindi frá andlátinu á Twitter fyrr í dag.
Maxi Jazz 1957 - 2022. We are heartbroken to share that Maxi died peacefully in his sleep last night. Sending love to all of you who shared our musical journey. Look after each other y hear. pic.twitter.com/4R88rg8Aza
— sister bliss (@thesisterbliss) December 24, 2022
Meðal helstu smella Faithless voru We Come 1 frá árinu 2001 og danssmellurinn Insomnia árið 1995.
Faithless var tilnefnd til Brit-verðlaunanna árið 1999 sem besta breska danssveitin.