„Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 23:00 Aron Pálmarsson er á leið frá Álaborg til FH. Álaborg Þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason hringdu til Danmerkur í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastinu. Þar ræddu þeir við Rasmus Boysen, einn helsta handboltasérfræðing heims um heimkomu Arons Pálmarssonar. „Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur. Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur.
Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira