Hringsnerust eftir ákeyrslu og sáu bílinn stinga af Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 17:48 Vinstri afturendi bílsins er skemmdur eftir ákeyrsluna. Fjölskylda frá Reykjanesbæ lenti í nokkuð harkalegri ákeyrslu á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Þau auglýsa nú eftir vitnum að ákeyrslunni þar sem ökumaðurinn keyrði af vettvangi skömmu eftir að hafa keyrt á afturhlið bílsins. „Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna. Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna.
Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira