Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 23:58 Frá endurfundum. sandra ósk Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. „Hún var búin að vera í ákveðnu hræðsluástandi og okkur grunar að hún hafi verið í felum í einhvern tíma og þess vegna hafi hún ekki sést,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði og ráðgjafi við leit að týndum dýrum hjá Dýrfinnu. PÍLA ER LOKSINS FUNDIN HEIL Á HÚFI! https://t.co/JMZZgBj0Oh pic.twitter.com/e8VYt7PNKO— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) December 27, 2022 Píla sleit sig lausa eftir að hafa orðið hrædd við flugeldasprengingar. „Hún var sem sagt í pössun og var í göngutúr þegar flugeldi sprakk beint fyrir ofan þau og hún gersamlega tryllist af hræðslu og nær að slíta sig lausa,“ segir Sandra sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Sandra segir erfitt fyrir gæludýraeigendur þegar verið sé að sprengja hvenær sem er dags. „Núna er þetta ólöglegt. Það er í raun heimilt að sprengja frá 28. desember til 6. janúar,“ segir Sandra. Algengt sé að hundar týnist þegar verið sé að sprengja flugelda, bæði í janúar sem og síðar á árinu. Í langflestum tilvikum finnist þó dýrin. Hún segir að fólk sé orðið betur meðvitað um að merkja þurfi dýrin vel. „Við erum að mæla með því að dýr séu merkt með ljósi en svo er GPS-ól mikil snilld á þessum tímum þar sem óútreiknanlegur hávaði varir og hræðsla. Svo er mikilvægt að kanna hvort að dýrið sé rétt skráð,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir. Viðtalið við hana má hlusta í heild sinni hér að neðan. Dýr Hundar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
„Hún var búin að vera í ákveðnu hræðsluástandi og okkur grunar að hún hafi verið í felum í einhvern tíma og þess vegna hafi hún ekki sést,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði og ráðgjafi við leit að týndum dýrum hjá Dýrfinnu. PÍLA ER LOKSINS FUNDIN HEIL Á HÚFI! https://t.co/JMZZgBj0Oh pic.twitter.com/e8VYt7PNKO— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) December 27, 2022 Píla sleit sig lausa eftir að hafa orðið hrædd við flugeldasprengingar. „Hún var sem sagt í pössun og var í göngutúr þegar flugeldi sprakk beint fyrir ofan þau og hún gersamlega tryllist af hræðslu og nær að slíta sig lausa,“ segir Sandra sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Sandra segir erfitt fyrir gæludýraeigendur þegar verið sé að sprengja hvenær sem er dags. „Núna er þetta ólöglegt. Það er í raun heimilt að sprengja frá 28. desember til 6. janúar,“ segir Sandra. Algengt sé að hundar týnist þegar verið sé að sprengja flugelda, bæði í janúar sem og síðar á árinu. Í langflestum tilvikum finnist þó dýrin. Hún segir að fólk sé orðið betur meðvitað um að merkja þurfi dýrin vel. „Við erum að mæla með því að dýr séu merkt með ljósi en svo er GPS-ól mikil snilld á þessum tímum þar sem óútreiknanlegur hávaði varir og hræðsla. Svo er mikilvægt að kanna hvort að dýrið sé rétt skráð,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir. Viðtalið við hana má hlusta í heild sinni hér að neðan.
Dýr Hundar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira