Dæmdur svindlari sakar aðra um svindl Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 10:30 Moggi afplánar lífstíðarbann frá fótbolta. Etsuo Hara/Getty Images Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus, segir Roma hafa með hjálp knattspyrnuyfirvalda stolið ítalska meistaratitlinum af fyrrnefnda félaginu tímabilið 2000-2001. Moggi var dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta vegna hans hluts í Calciopoli-hneykslinu sem skók ítalskan fótbolta árið 2006. Hneykslið sneri að hagræðingu úrslita en ítölsk yfirvöld komust yfir upptökur af Moggi að leggjast á eitt með Pierliuigi Pairetto, yfirmanni dómaramála hjá ítalska knattspyrnusambandinu. Hann handvaldi þá dómara á leiki Juventus, sem og annarra liða og hafði þannig áhrif á úrslit leikja. Juventus var svipt ítölsku meistaratitlunum 2005 og 2006 og þá var Moggi einnig dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítölskum dómstólum fyrir glæpsamlegt athæfi. Hann áfrýjaði þeim dómi ítrekað og þurfti að endingu ekki að sitja inni vegna fyrningar meintra glæpa hans. Lífstíðarbannið frá ítölskum fótbolta stóð þó. Í nýlegu viðtali segir Moggi Juventus hafa unnið fyrrnefnda titla að verðleikum en aðrir hafi öllu heldur rænt titlum. „Þeir segja okkur vinna vegna þess að við stelum, en það er ekki satt,“ segir Moggi. „Við höfum alltaf unnið á eigin verðleikum á vellinum“. „Ef til vill er það öfugsnúið. Aðrir hafa rænt okkur. Líkt og 2001 þegar Roma stal ítalska meistaratitlinum af okkur. Það ár breytti forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar reglum á miðju tímabili, sem leyfði [Hidetoshi] Nakata að spila við okkur í Tórínó. Hann tryggði þeim sigur og í rauninni deildartitilinn,“ segir hann enn fremur. Juventus er aftur skekið af skandal en öll stjórn liðsins sagði af sér seint á þessu ári. Ekki er endanlega víst hvað liggur þar að baki en félagið er sakað um að hafa vísvitandi farið á svig við reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi. Ítalski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira
Moggi var dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta vegna hans hluts í Calciopoli-hneykslinu sem skók ítalskan fótbolta árið 2006. Hneykslið sneri að hagræðingu úrslita en ítölsk yfirvöld komust yfir upptökur af Moggi að leggjast á eitt með Pierliuigi Pairetto, yfirmanni dómaramála hjá ítalska knattspyrnusambandinu. Hann handvaldi þá dómara á leiki Juventus, sem og annarra liða og hafði þannig áhrif á úrslit leikja. Juventus var svipt ítölsku meistaratitlunum 2005 og 2006 og þá var Moggi einnig dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítölskum dómstólum fyrir glæpsamlegt athæfi. Hann áfrýjaði þeim dómi ítrekað og þurfti að endingu ekki að sitja inni vegna fyrningar meintra glæpa hans. Lífstíðarbannið frá ítölskum fótbolta stóð þó. Í nýlegu viðtali segir Moggi Juventus hafa unnið fyrrnefnda titla að verðleikum en aðrir hafi öllu heldur rænt titlum. „Þeir segja okkur vinna vegna þess að við stelum, en það er ekki satt,“ segir Moggi. „Við höfum alltaf unnið á eigin verðleikum á vellinum“. „Ef til vill er það öfugsnúið. Aðrir hafa rænt okkur. Líkt og 2001 þegar Roma stal ítalska meistaratitlinum af okkur. Það ár breytti forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar reglum á miðju tímabili, sem leyfði [Hidetoshi] Nakata að spila við okkur í Tórínó. Hann tryggði þeim sigur og í rauninni deildartitilinn,“ segir hann enn fremur. Juventus er aftur skekið af skandal en öll stjórn liðsins sagði af sér seint á þessu ári. Ekki er endanlega víst hvað liggur þar að baki en félagið er sakað um að hafa vísvitandi farið á svig við reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi.
Ítalski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira