Fótbolti

Berlusconi vill Maldini

Valur Páll Eiríksson skrifar
Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu í þrígang og situr nú á efri deild ítalska þingsins, samhliða störfum sínum hjá Monza.
Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu í þrígang og situr nú á efri deild ítalska þingsins, samhliða störfum sínum hjá Monza. Getty Images

Silvio Berlusconi, forseti ítalska A-deildarliðsins Monza, vill styrkja leikmannahóp þess fyrir komandi átök á nýju ári í janúarglugganum. Hann lítur nú til sonar gamals félaga.

Monza er nýliði í A-deildinni og hefur gengið nokkuð vel í vetur. Liðið situr í 14. sæti deildarinnar með 16 stig, níu stigum frá fallsæti.

Berlusconi, sem var forseti og eigandi AC Milan í 30 ár, frá 1986 til 2016, vill nú fá son einnar mestu goðsagnar í sögu tíma hans hjá Mílanóliðinu og þó víðar væri leitað.

Paolo Maldini leiddi lið AC Milan stóran hluta forsetatíðar Berlusconi og er í dag í stjórn félagsins. Sonur hans, Daniel Maldini, er sá þriðji í beinan karllegg sem spilar fyrir félagið á eftir föður sínum Paolo og afa sínum Cesare.

Leiktími hans er aftur á móti af skornum skammti og vill Berlusconi fá meðlim úr Maldini fjölskyldunni á sitt band á ný. Líklegt þykir að hann fái framherjann Daniel á láni með það fyrir augum að festa kaup á honum næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×