Varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 22:10 Helgi Magnússon var óánægður með varnarleikinn í kvöld. Vísir/Bára Helgi Magnússon þjálfari KR þurfti að mæta í enn eitt viðtalið til að ræða um slaka frammistöðu sinna manna, en KR töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld, 99-88. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að lið mæti ekki tilbúin til leiks, en leikurinn fór einfaldlega hræðilega af stað fyrir KR sem skoruðu aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta en fengu á sig 29. Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál. Subway-deild karla KR Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál.
Subway-deild karla KR Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti