Áramótin gætu „horfið í dimmt él“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 12:09 Frá ófærðinni sem skapaðist í óveðrinu fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Áramótin á höfuðborgarsvæðinu gætu horfið í dimmt él, að sögn veðurfræðings, en gular hríðarviðvaranir taka gildi á suður- og vesturhluta landsins á morgun - og Vegagerðin varar við vegalokunum. Þá ríkir enn óvissa um hvort gamlársbrennur, þær fyrstu frá upphafi faraldurs, verði tendraðar á höfuðborgarsvæðinu. Varað var við því í gær að færð gæti spillst verulega á suðvesturhorninu og víðar að morgni gamlársdags. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þó að spáin líti heldur skár út fyrir höfuðborgarsvæðið en hún gerði í gær. Það versta ætti að vera yfirstaðið um klukkan átta í fyrramálið - í bili. „Það er svona umferðin eftir Reykjanesbrautinni og í tengslum við flugið sem gæti orðið vandamál með og eins yfir Hellisheiði og Þrengsli, þar sem hvessir og snjóar. Það kemur til með að snjóa mikið á Suðurstrandarvegi, Grindavík og austur við Eyrarbakka og áfram austar, eins og verið hefur.“ Raunar sé ágætisveður í kortunum yfir daginn á morgun. „Horfurnar eru núna verri fyrir síðari hluta gamlárskvölds og nýársnótt, í kjölsogi lægðarinnar kemur vestan- og norðvestanstrengur, með vindi allt að stormi og þá verður nú heldur betur skafrenningur. Og þá fylgja líka með él.“ Þannig að - áramótin sjálf eru undir. „Þau gætu horfið í dimmt él,“ segir Einar. Óvissa með brennurnar Þá eru fyrirhugaðar áramótabrennur annað kvöld, í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á. En brennur verða ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s. Ákvörðun verður tekin á fundi lögreglu, slökkviliðs, veðurfræðinga og fleiri í fyrramálið, að morgni gamlársdags. Einar bendir á í þessu samhengi að versta veðrið skelli ekki á fyrr en seint annað kvöldið. Og áfram af veðri en 25,1 stigs frost mældist í Víðidal klukkan ellefu í morgun. Ekki hefur mælst meira frost í Reykjavík síðan 1971, þegar 25,7 stiga frost mældist ofan við Elliðavatn. Kuldapollar eru algengir í Víðidal, sem oft sker sig úr í hitamælingum á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega ellefu stiga frost mældist annars í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. Veður Samgöngur Áramót Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Varað var við því í gær að færð gæti spillst verulega á suðvesturhorninu og víðar að morgni gamlársdags. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þó að spáin líti heldur skár út fyrir höfuðborgarsvæðið en hún gerði í gær. Það versta ætti að vera yfirstaðið um klukkan átta í fyrramálið - í bili. „Það er svona umferðin eftir Reykjanesbrautinni og í tengslum við flugið sem gæti orðið vandamál með og eins yfir Hellisheiði og Þrengsli, þar sem hvessir og snjóar. Það kemur til með að snjóa mikið á Suðurstrandarvegi, Grindavík og austur við Eyrarbakka og áfram austar, eins og verið hefur.“ Raunar sé ágætisveður í kortunum yfir daginn á morgun. „Horfurnar eru núna verri fyrir síðari hluta gamlárskvölds og nýársnótt, í kjölsogi lægðarinnar kemur vestan- og norðvestanstrengur, með vindi allt að stormi og þá verður nú heldur betur skafrenningur. Og þá fylgja líka með él.“ Þannig að - áramótin sjálf eru undir. „Þau gætu horfið í dimmt él,“ segir Einar. Óvissa með brennurnar Þá eru fyrirhugaðar áramótabrennur annað kvöld, í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á. En brennur verða ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s. Ákvörðun verður tekin á fundi lögreglu, slökkviliðs, veðurfræðinga og fleiri í fyrramálið, að morgni gamlársdags. Einar bendir á í þessu samhengi að versta veðrið skelli ekki á fyrr en seint annað kvöldið. Og áfram af veðri en 25,1 stigs frost mældist í Víðidal klukkan ellefu í morgun. Ekki hefur mælst meira frost í Reykjavík síðan 1971, þegar 25,7 stiga frost mældist ofan við Elliðavatn. Kuldapollar eru algengir í Víðidal, sem oft sker sig úr í hitamælingum á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega ellefu stiga frost mældist annars í Reykjavík klukkan ellefu í morgun.
Veður Samgöngur Áramót Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira