„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. janúar 2023 12:53 Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins. Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum. Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira
„Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum.
Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira