Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:01 Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar staðfestir að mygla hafi fundist í þremur leikskólum til viðbótar við þá sem þegar glíma við mygluvanda. Hann segir borgina bregðast hraðar við en áður Vísir Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það. Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það.
Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35
Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu