„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2023 21:30 Jón Mýrdal skorar á veitingamenn að vera óhræddir við að rukka nóg. Vísir/Egill Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“ Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“
Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15