Forseti FIFA gagnrýndur fyrir að taka af sér sjálfu við lík Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 07:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, sést hér standa í myndatökum rétt við lík Pele á líkvökunni á heimavelli Santos. Getty/Mario Tama Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur tjáð sig um sjálfuna sem hann tók af sér við lík brasilíska knattspyrnugoðsins Pele, á líkvökunni á heimavelli Santos. Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Andlát Pele FIFA Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Sjá meira
Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
Andlát Pele FIFA Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti