Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 13:01 Þyrlur gæslunnar koma á Landspítalann með sex slasaða eftir bílslys í Öræfum. Flugvélin flutti svo fjóra, þar af einn úr öðru slysi, á spítalann. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri um klukkan tvö síðdegis í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hafa gengið mjög vel; fólkið var flutt til Reykjavíkur með tveimur þyrlum gæslunnar og eftirlitsflugvél. „Það bættist að vísu einn við því það varð annað umferðarslys seinnipartinn. Þannig að flugvélin flutti fjóra og þyrlurnar sex,“ segir Ásgeir. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Þetta sýni mikilvægi þess að hafa flugvélina einnig til taks, sem of oft sé erlendis. „Það er svosem ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa flugvélina heima í ríkari mæli. En auðvitað má ekki gleyma því að vera vélarinnar við landamæraeftirlit erlendis er auðvitað líka afar mikilvægt framlag Íslands við ytri landamæri Evrópu,“ segir Ásgeir. Þá er það afar fátítt að þrjú loftför gæslunnar séu nýtt í einu og sama útkallinu, að sögn Ásgeirs. „Þetta gerist í mesta lagi einu sinni á ári. Ég man eftir því að öll fjögur loftförin voru nýtt þegar varð rútuslys, ég held það hafi veirð í lok árs 2018, til þess að flytja slasaða. Þannig að þetta vissulega gerist, en sem betur fer er það ekki oft.“ Spánverji ók bílnum Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir tildrög slyssins til rannsóknar og ekkert fáist uppgefið um þau í bili. Þá hefur hann ekki fengið upplýsingar um líðan fólksins en það var allt með góð lífsmörk við flutning á sjúkrahús í gær. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum, ökumaður þess bíls er Spánverji, og Íslendingar í hinum. Enn á eftir að taka skýrslu af fólkinu en sex voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Oddur segir loftbrú Landhelgisgæslunnar hafi gefist afar vel - en starfsfólki bráðamóttökunnar í Reykjavík hafi þó vissulega brugðið að fá svo stóran hóp til sín í einu. Landhelgisgæslan Samgönguslys Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri um klukkan tvö síðdegis í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hafa gengið mjög vel; fólkið var flutt til Reykjavíkur með tveimur þyrlum gæslunnar og eftirlitsflugvél. „Það bættist að vísu einn við því það varð annað umferðarslys seinnipartinn. Þannig að flugvélin flutti fjóra og þyrlurnar sex,“ segir Ásgeir. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Þetta sýni mikilvægi þess að hafa flugvélina einnig til taks, sem of oft sé erlendis. „Það er svosem ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa flugvélina heima í ríkari mæli. En auðvitað má ekki gleyma því að vera vélarinnar við landamæraeftirlit erlendis er auðvitað líka afar mikilvægt framlag Íslands við ytri landamæri Evrópu,“ segir Ásgeir. Þá er það afar fátítt að þrjú loftför gæslunnar séu nýtt í einu og sama útkallinu, að sögn Ásgeirs. „Þetta gerist í mesta lagi einu sinni á ári. Ég man eftir því að öll fjögur loftförin voru nýtt þegar varð rútuslys, ég held það hafi veirð í lok árs 2018, til þess að flytja slasaða. Þannig að þetta vissulega gerist, en sem betur fer er það ekki oft.“ Spánverji ók bílnum Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir tildrög slyssins til rannsóknar og ekkert fáist uppgefið um þau í bili. Þá hefur hann ekki fengið upplýsingar um líðan fólksins en það var allt með góð lífsmörk við flutning á sjúkrahús í gær. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum, ökumaður þess bíls er Spánverji, og Íslendingar í hinum. Enn á eftir að taka skýrslu af fólkinu en sex voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Oddur segir loftbrú Landhelgisgæslunnar hafi gefist afar vel - en starfsfólki bráðamóttökunnar í Reykjavík hafi þó vissulega brugðið að fá svo stóran hóp til sín í einu.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira