Nýársspá Siggu Kling - Vogin Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Vogin mín, það er allt að fara á fulla ferð á þessu herrans ári 2023. Það er eins og þú sért í sérstökum tengslum við hið Almáttuga, máttinn í öllu. Þú þarft þar af leiðandi að fara varlega í því hvers þú óskar þér og hvað þú þráir. Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira