„Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 20:57 Helgi Magnússon, þjálfari KR. Vísir/Bára KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta. Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum