Þrumuræða Darra um Dag Kár: Dagur gafst upp á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:01 Dagur Kár Jónsson í leik með KR á móti Njarðvík fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason mætti í Subway Tilþrifin í gærkvöldi og fór yfir mál Dags Kár Jónssonar sem yfirgaf félagið um áramótin og hefur nú þegar spilað sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri. Subway-deild karla KR Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Sjá meira
Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri.
Subway-deild karla KR Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik