Afríkuþorpið Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 6. janúar 2023 11:00 Hvað er verið að gera við beljuna hugsaði ég þegar ég sat aftan á pallbíl á leið minni milli þorpa. Búið var að strengja upp dúk fyrir ofan hausinn á okkur, sem sátu þarna saman, þolinmóð aftan á pallinum, og nú átti að hífa blessaða beljuna upp á dúkinn. What!!! Vinur minn hafði varað mig við að hann hefði séð þetta gert, en að upplifa þetta í eigin raun var smá í skjön við mína brengluðu heimsmynd. Muuu baulaði bara beljan enda ábyggilega ekkert þægilegt að finna fyrir tugi handa ýta sér upp á móti þyngdaraflinu. Örvæntingafullt baulið og handapatið og þrasið hjá þeim sem voru að reyna að stýra verkinu, verð ég að viðurkenna, var ekkert sérstaklega traustvekjandi. Ég horfði full skelfingar í augun á vini mínum og samstarfsfélaga og sagði: Eigum við ekki bara að laumast niður af pallinum og reyna að ná næsta fari? Já okkur munaði ekkert um að bíða, enda gerðist allt voða hægt í Afríkuríkinu Guinea Bissau. 26 ár eru síðan ég labbaði út úr litlu þorpi þar, staðráðin í því að geta gert eitthvað með mitt líf til aðstoðar við aðra. Endaði svo við að verða sérfræðingur í bókhaldi og launum. Smá svart og hvítt, ég veit, en svona er lífið. Í landinu hafði ég dvalið í hálft ár. Ég ferðaðist þangað á vegum danskra hippa hjálparsamtaka sem gáfu 19 ára ómenntaðri stúlkunni tækifæri til að stýra verkhóp sem vann að uppbyggingu á brunnum og kömrum. Verkhóp sem samanstóð af fullorðnum karlmönnum sem voru svo elskulegir að móðgast ekkert og tóku mig þess í stað undir sinn verndarvæng og kenndu mér til verka. Ég hugsa með mikilli hlýju til þessara yndislegu samstarfsfélaga sem alltaf voru jákvæðir, velviljaðir og víluðu ekkert fyrir sér að taka með mér nokkur dansspor í gleði á hverjum einasta degi. Ég fékk líka það skemmtilega hlutverk að selja smokka. Ekki skil ég ástæðuna fyrir því af hverju einhver hélt það vera vænleg leið til árangurs að senda þessa hvíta stúlku til að standa á markaðinum og selja smokka. Smokkana vildi enginn, jafnvel þó að einhver snillingur hafði dottið það í hug að markaðssetja þá undir merkjum svarts pardusdýrs. Það var bara hlegið af mér og gert grín. Kjöt við kjöt skyldi það vera heillin mín og ekkert andskotans plast þar á milli. Nostalgían á þessum gömlu dögum yfirtók mig smá við lestur á frásögn hæstvirts Utanríkisráðherra á ferð sinni til Malaví. Nostalgían náði hámarki hjá mér með að kíkja í gömul myndaalbúm og tilraunamennsku minni í eldhúsinu þar sem soðnum kartöflum var skellt ofan í hrísgrjónapott, með hnetusmjöri, tómatpúrru, fullt af myntu og smá pipar. Ég japlaði á þessum huggunarmat með bestu lyst en það tók stelpuna mína klukkutíma til að klára sinn skammt. Fullorðinn sonurinn var aðeins lúmskari, og sagði eftir að hafa borðað tvær skeiðar, mamma þetta er voða gott en ég er ekkert svo svangur. Hann ákvað svo að dömpa matnum aftur í pottinn og var farinn að opna alla eldhússkápa hálftíma síðar. Ég lagðist líka í smá rannsóknarvinnu til að skoða hvað við Íslendingar erum að gera í hjálparstarfi, eða í þróunarsamvinnu eins og það heitir víst nú. Ég varð smá forvitin og komst að því að við eyddum 10,2 milljörðum árið 2022 í þróunarsamvinnu. Í Malaví og Úganda hafa Íslendingar stundað þróunarsamvinnu áratugum saman og nú er líka undirbúningur í gangi um tvíhliða samstarf við Síerra Leóne. Við erum einnig búin að skrifa undir alls konar sáttmála að sameiginlegum verkefnum í alþjóðlegu starfi og við þær skuldbindingar þarf að standa. Ég saknaði smá að geta ekki séð ítarlegri skýrslur um þróunarstarfið í heild sinni með fullt af myndum, tölum og gröfum en tilfinningin er samt sú að verið sé að vinna mjög þarft og gott starf með þessu framlagi í fjárlögunum. Það sem sló mig sárast var að skoða myndir og myndbönd frá Guinea Bissau og uppgötva hvað lítið hefur breyst á þessum 26 árum. Allir innviðir eru enn í molum, rafmagn er enn á mjög skornum skammti þrátt fyrir að ekki vanti sólina, vegir eru allir vel holóttir, konur ganga enn með bala á hausnum kílómetrum saman til að sækja vatn og þrífa þvott, og meðal almennings þá er smithlutfall HIV heil 12%. Já, sæll. Allt þetta er enn staðreynd þrátt fyrir starf hjálparsamtaka í landinu áratugum saman. Og þá fór ég að velta því fyrir mér, þrátt fyrir allt það góða starf sem unnið er nú þegar, er hægt að gera eitthvað betur? Ef við horfum á íslensku þróunarsamvinnuna þá er kannski einn ljóður á þeirri vinnu. Við erum svolítið dreifð út um allt í vinnunni. Við dreifum athygli okkar á svo marga staði. Og það vita það allir sem unnið hafa í atvinnulífinu að það er kannski ekki svo vænleg leið til hámörkunar á árangri. Ef við pælum í því þá er framlag Íslands bara dropi í hafið í því heildarfé sem rennur til þróunaraðstoðarmála á hverju ári. Af hverju getum við ekki prófað eitthvað nýtt, sagt okkur frá öllum skuldbindingum, og einbeitt okkur að einum stað á landakortinu. Gert bara eitt en gert það vel. Við gætum myndað sannkallað þorp að áhugasömum aðilum sem vilja leggja sig fram til að ná sem mestum árangri, í átt að betri lífskjörum, á einum stað á landakortinu. Í raun má segja að þetta sé sama hugmyndafræði og Silicon Valley. Að setja allan áhugann, viljann og afkastagetu á einn stað og sjá hvað gerist. Ég er viss um að ef þessi leið yrði valin þá myndi íslensk þjóðarsál standa að baki á verkefninu með miklum krafti. Það er svo mikill kraftur í þjóðarsálinni þegar við setjum eitthvað fyrir okkur. Og maður þekkir mann hér landi. Við yrðum fljót að hringja og redda hlutunum ef við sjáum möguleika á einhverju til úrbóta. Það væri ekki eins og það yrði erfitt að redda sérfræðiþekkingu. Við megum nefnilega vera svo stolt af þeirri þekkingu sem við höfum byggt upp hérlendis. Kannski með þessu fyrirkomulagi gætum við fundið leiðir til að deila henni meira með öðrum og skapað í leiðinni störf hérlendis. Og ef þetta yrði gert, af hverju þá ekki að velja að gera þetta í einu fátækasta landi í heimi, Guinea Bissau. Landið er lítið og fólksfjöldinn er aðeins 2 milljónir. Hver veit. Kannski að þróunarsamvinna í svona litlu landi myndi skila fljótt af sér í ásjáanlegum árangri. Og hver veit, kannski að við hin íslenska þjóð gætum grætt líka eitthvað af þessu. Jákvæðni og gleði gæti smitast til þjóðarinnar ef við þorum að opna arminn að fullu. Ég er ekki svo barnaleg lengur að halda að við getum bjargað heiminum, en er það ekki bara falleg tilhugsun að kannski getum við gert aðeins betur? Eða er það kannski bara þjóðarrembingurinn í mér, sem er svona handviss á því að við myndum massa þetta? Alla vega, ég er farin að skoða leiðir til að komast aftur til Guinea Bissau. Ég er farin að þrá að heyra uppáhalds setninguna mína upphátt aftur. Kila ka nada, sem útleggst sem, þetta er ekkert, ekki hafa áhyggjur, þetta reddast. Það er líka ekkert svo flókið að komast þangað. Maður þarf bara að redda sér visa með góðum fyrirvara og hægt er að nálgast það á netinu. Það er reyndar eftir að taka mig smá tíma að safna fyrir ferðinni. En það er kannski bara gott mál, því þá hef ég tíma til að finna mér ferðafélaga. Ferðafélaga sem er kannski bæði ævintýragjarnari og hugrakkari en það, að þrá það ekkert heitara en að fara í tásufrí til Tene. Þessa grein mína ætla ég að enda á súper hitteranum á diskótekinu fyrir 26 árum síðan, Pó Di Buli, sem lýsir svo fallega söknuði söngvarans á eldamennsku mömmu sinnar. Vonandi að strákurinn minn hafi geð í sér eftir nokkur ár, að gera það sama. Ég mæli með að þið klikkið á linkinn hér að neðan, því ó my, gleðigjafinn hann Rui fær mann til að dilla sér, brosa og dansa. Takk fyrir lesturinn, gleðilegt ár og megið þið njóta meiri sjálfsástar á árinu 2023 en þið hafið náð að upplifa samtals, á öllum ykkar liðnu árum hingað til. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvað er verið að gera við beljuna hugsaði ég þegar ég sat aftan á pallbíl á leið minni milli þorpa. Búið var að strengja upp dúk fyrir ofan hausinn á okkur, sem sátu þarna saman, þolinmóð aftan á pallinum, og nú átti að hífa blessaða beljuna upp á dúkinn. What!!! Vinur minn hafði varað mig við að hann hefði séð þetta gert, en að upplifa þetta í eigin raun var smá í skjön við mína brengluðu heimsmynd. Muuu baulaði bara beljan enda ábyggilega ekkert þægilegt að finna fyrir tugi handa ýta sér upp á móti þyngdaraflinu. Örvæntingafullt baulið og handapatið og þrasið hjá þeim sem voru að reyna að stýra verkinu, verð ég að viðurkenna, var ekkert sérstaklega traustvekjandi. Ég horfði full skelfingar í augun á vini mínum og samstarfsfélaga og sagði: Eigum við ekki bara að laumast niður af pallinum og reyna að ná næsta fari? Já okkur munaði ekkert um að bíða, enda gerðist allt voða hægt í Afríkuríkinu Guinea Bissau. 26 ár eru síðan ég labbaði út úr litlu þorpi þar, staðráðin í því að geta gert eitthvað með mitt líf til aðstoðar við aðra. Endaði svo við að verða sérfræðingur í bókhaldi og launum. Smá svart og hvítt, ég veit, en svona er lífið. Í landinu hafði ég dvalið í hálft ár. Ég ferðaðist þangað á vegum danskra hippa hjálparsamtaka sem gáfu 19 ára ómenntaðri stúlkunni tækifæri til að stýra verkhóp sem vann að uppbyggingu á brunnum og kömrum. Verkhóp sem samanstóð af fullorðnum karlmönnum sem voru svo elskulegir að móðgast ekkert og tóku mig þess í stað undir sinn verndarvæng og kenndu mér til verka. Ég hugsa með mikilli hlýju til þessara yndislegu samstarfsfélaga sem alltaf voru jákvæðir, velviljaðir og víluðu ekkert fyrir sér að taka með mér nokkur dansspor í gleði á hverjum einasta degi. Ég fékk líka það skemmtilega hlutverk að selja smokka. Ekki skil ég ástæðuna fyrir því af hverju einhver hélt það vera vænleg leið til árangurs að senda þessa hvíta stúlku til að standa á markaðinum og selja smokka. Smokkana vildi enginn, jafnvel þó að einhver snillingur hafði dottið það í hug að markaðssetja þá undir merkjum svarts pardusdýrs. Það var bara hlegið af mér og gert grín. Kjöt við kjöt skyldi það vera heillin mín og ekkert andskotans plast þar á milli. Nostalgían á þessum gömlu dögum yfirtók mig smá við lestur á frásögn hæstvirts Utanríkisráðherra á ferð sinni til Malaví. Nostalgían náði hámarki hjá mér með að kíkja í gömul myndaalbúm og tilraunamennsku minni í eldhúsinu þar sem soðnum kartöflum var skellt ofan í hrísgrjónapott, með hnetusmjöri, tómatpúrru, fullt af myntu og smá pipar. Ég japlaði á þessum huggunarmat með bestu lyst en það tók stelpuna mína klukkutíma til að klára sinn skammt. Fullorðinn sonurinn var aðeins lúmskari, og sagði eftir að hafa borðað tvær skeiðar, mamma þetta er voða gott en ég er ekkert svo svangur. Hann ákvað svo að dömpa matnum aftur í pottinn og var farinn að opna alla eldhússkápa hálftíma síðar. Ég lagðist líka í smá rannsóknarvinnu til að skoða hvað við Íslendingar erum að gera í hjálparstarfi, eða í þróunarsamvinnu eins og það heitir víst nú. Ég varð smá forvitin og komst að því að við eyddum 10,2 milljörðum árið 2022 í þróunarsamvinnu. Í Malaví og Úganda hafa Íslendingar stundað þróunarsamvinnu áratugum saman og nú er líka undirbúningur í gangi um tvíhliða samstarf við Síerra Leóne. Við erum einnig búin að skrifa undir alls konar sáttmála að sameiginlegum verkefnum í alþjóðlegu starfi og við þær skuldbindingar þarf að standa. Ég saknaði smá að geta ekki séð ítarlegri skýrslur um þróunarstarfið í heild sinni með fullt af myndum, tölum og gröfum en tilfinningin er samt sú að verið sé að vinna mjög þarft og gott starf með þessu framlagi í fjárlögunum. Það sem sló mig sárast var að skoða myndir og myndbönd frá Guinea Bissau og uppgötva hvað lítið hefur breyst á þessum 26 árum. Allir innviðir eru enn í molum, rafmagn er enn á mjög skornum skammti þrátt fyrir að ekki vanti sólina, vegir eru allir vel holóttir, konur ganga enn með bala á hausnum kílómetrum saman til að sækja vatn og þrífa þvott, og meðal almennings þá er smithlutfall HIV heil 12%. Já, sæll. Allt þetta er enn staðreynd þrátt fyrir starf hjálparsamtaka í landinu áratugum saman. Og þá fór ég að velta því fyrir mér, þrátt fyrir allt það góða starf sem unnið er nú þegar, er hægt að gera eitthvað betur? Ef við horfum á íslensku þróunarsamvinnuna þá er kannski einn ljóður á þeirri vinnu. Við erum svolítið dreifð út um allt í vinnunni. Við dreifum athygli okkar á svo marga staði. Og það vita það allir sem unnið hafa í atvinnulífinu að það er kannski ekki svo vænleg leið til hámörkunar á árangri. Ef við pælum í því þá er framlag Íslands bara dropi í hafið í því heildarfé sem rennur til þróunaraðstoðarmála á hverju ári. Af hverju getum við ekki prófað eitthvað nýtt, sagt okkur frá öllum skuldbindingum, og einbeitt okkur að einum stað á landakortinu. Gert bara eitt en gert það vel. Við gætum myndað sannkallað þorp að áhugasömum aðilum sem vilja leggja sig fram til að ná sem mestum árangri, í átt að betri lífskjörum, á einum stað á landakortinu. Í raun má segja að þetta sé sama hugmyndafræði og Silicon Valley. Að setja allan áhugann, viljann og afkastagetu á einn stað og sjá hvað gerist. Ég er viss um að ef þessi leið yrði valin þá myndi íslensk þjóðarsál standa að baki á verkefninu með miklum krafti. Það er svo mikill kraftur í þjóðarsálinni þegar við setjum eitthvað fyrir okkur. Og maður þekkir mann hér landi. Við yrðum fljót að hringja og redda hlutunum ef við sjáum möguleika á einhverju til úrbóta. Það væri ekki eins og það yrði erfitt að redda sérfræðiþekkingu. Við megum nefnilega vera svo stolt af þeirri þekkingu sem við höfum byggt upp hérlendis. Kannski með þessu fyrirkomulagi gætum við fundið leiðir til að deila henni meira með öðrum og skapað í leiðinni störf hérlendis. Og ef þetta yrði gert, af hverju þá ekki að velja að gera þetta í einu fátækasta landi í heimi, Guinea Bissau. Landið er lítið og fólksfjöldinn er aðeins 2 milljónir. Hver veit. Kannski að þróunarsamvinna í svona litlu landi myndi skila fljótt af sér í ásjáanlegum árangri. Og hver veit, kannski að við hin íslenska þjóð gætum grætt líka eitthvað af þessu. Jákvæðni og gleði gæti smitast til þjóðarinnar ef við þorum að opna arminn að fullu. Ég er ekki svo barnaleg lengur að halda að við getum bjargað heiminum, en er það ekki bara falleg tilhugsun að kannski getum við gert aðeins betur? Eða er það kannski bara þjóðarrembingurinn í mér, sem er svona handviss á því að við myndum massa þetta? Alla vega, ég er farin að skoða leiðir til að komast aftur til Guinea Bissau. Ég er farin að þrá að heyra uppáhalds setninguna mína upphátt aftur. Kila ka nada, sem útleggst sem, þetta er ekkert, ekki hafa áhyggjur, þetta reddast. Það er líka ekkert svo flókið að komast þangað. Maður þarf bara að redda sér visa með góðum fyrirvara og hægt er að nálgast það á netinu. Það er reyndar eftir að taka mig smá tíma að safna fyrir ferðinni. En það er kannski bara gott mál, því þá hef ég tíma til að finna mér ferðafélaga. Ferðafélaga sem er kannski bæði ævintýragjarnari og hugrakkari en það, að þrá það ekkert heitara en að fara í tásufrí til Tene. Þessa grein mína ætla ég að enda á súper hitteranum á diskótekinu fyrir 26 árum síðan, Pó Di Buli, sem lýsir svo fallega söknuði söngvarans á eldamennsku mömmu sinnar. Vonandi að strákurinn minn hafi geð í sér eftir nokkur ár, að gera það sama. Ég mæli með að þið klikkið á linkinn hér að neðan, því ó my, gleðigjafinn hann Rui fær mann til að dilla sér, brosa og dansa. Takk fyrir lesturinn, gleðilegt ár og megið þið njóta meiri sjálfsástar á árinu 2023 en þið hafið náð að upplifa samtals, á öllum ykkar liðnu árum hingað til. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar