Vinnueftirlitið hefur farið í 253 athuganir í leikskóla frá 2015 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 10:54 Vinnueftirlitið var meðal annars kallað út á leikskólann Sólborg í Reykjavík. Reykjavíkurborg Frá árinu 2015 hefur Vinnueftirlitið farið í 253 vettvangsathuganir í leikskóla á landinu til að sinna eftirlitshlutverki sínu á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 27 tilvikum voru gerðar athugasemdir vegna vinnurýmis starfsfólks. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent. Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent.
Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira