Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. janúar 2023 13:42 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira