Drama í Frakklandi: Koma Zidane til varnar eftir vanvirðingu forsetans Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 15:00 Zinedine Zidane kann að vera á leið til Brasilíu. Getty/David S. Bustamante Ummæli Nöel Le Graët, forseta franska knattspyrnusambandsins, um þjálfarann og goðsögnina Zinedine Zidane hafa kallað á hörð viðbrögð víða af. Kylian Mbappé og spænska félagið Real Madrid hafa séð sig knúin til að láta forsetann heyra það. Le Graët hefur beðist afsökunar á ummælunum. Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans. Franski boltinn Frakkland Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sjá meira
Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti