Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 14:42 Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar stéttarfélags, sem staðsett er í Norðurþingi á Norðurlandi eystra. Vísir/Arnar Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira