Sólin búin að lengja daginn um 47 mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2023 20:40 Horft í átt til Reykjavíkur frá Ásbraut í Hafnarfirði í dag. Egill Aðalsteinsson Myrkrið víkur núna hratt með hækkandi sól og í dag hafði daginn lengt um 47 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum og um eina klukkustund á Akureyri. Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18