Sólin búin að lengja daginn um 47 mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2023 20:40 Horft í átt til Reykjavíkur frá Ásbraut í Hafnarfirði í dag. Egill Aðalsteinsson Myrkrið víkur núna hratt með hækkandi sól og í dag hafði daginn lengt um 47 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum og um eina klukkustund á Akureyri. Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18