Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 06:52 Fréttastofa ræddi við fastagesti Vinjar í desember, sem sögðust ekki geta hugsað sér framhaldið enda reiddu þeir sig á félagsskapinn í Vin. Vísir/Ívar Fannar Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira