Buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu: „Pabbkviss, PabbPong og Pabbvision“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. janúar 2023 14:01 Pabbar Bandmanna tóku sig vel út í gylltu einkennisjökkum hljómsveitarinnar. Aðsend Hljómsveitin Bandmenn hélt svokallað pabbakvöld síðastliðinn föstudag þar sem hljómsveitarmeðlimir buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu með öllu tilheyrandi. Strákarnir hafa fengið mikil viðbrögð við þessum viðburði en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þessu einstaka kvöldi. „Hugmyndin að þessu kvöldi kviknaði út frá því að við fórum saman í pílu eftir gigg,“ segja þeir Hörður og Pétur, meðlimir Bandmanna. „Menn byrjuðu að ræða tónlistarsmekk fjölskyldumeðlima en þá kom í ljós að talsvert af pöbbum okkar halda mikið upp á hljómsveitina Jethro Tull. Út frá því kom upp sú hugmynd að bjóða öllum gömlu körlunum í allsherjar veislu með alvöru skemmtidagskrá. Við erum miklir stemningsmenn og fórum því all in fyrir kvöldið.“ Það var ýmislegt á dagskrá á þessu pabbakvöldi en má þar meðal annars nefna Pabbkviss, þar sem þemað var pabbar og tónlist, og PabbPong, sem er í raun eins og beer pong. Þá voru pabbarnir fengnir til að klæðast gylltum jökkum sem eru eins konar einkennisbúningur Bandmanna þegar þeir koma fram. Hörður og Pétur segja að þrátt fyrir að feðurnir séu rúmlega þrjátíu árum eldri en þeir hafi jakkarnir „smellpassað“. Bandmenn og feður lögðu allt í alvöru stuðkvöld.Aðsend „Lagalistar pabbanna voru svo látnir rúlla allt kvöldið en hver og einn pabbi fékk að velja þrjátíu mínútur af lögum fyrir playlistann. Pabbarnir fengu goodie bag þar sem var að finna örtrefjaklút, bílavörur, sokka og derhúfu með lógói kvöldsins ásamt mörgum öðrum nytsamlegum varningi. Kvöldið endaði svo á Pabbvision þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið fram á rauða nótt.“ Lógó kvöldsins, Pabbinn '23.Aðsend Það er mikið um að vera hjá Bandmönnum sem spila nánast allar helgar. „Við ákváðum að taka fyrstu helgi ársins í feðgafjörið þar sem við erum nánast uppbókaðir fram í mars.“ Bandmenn á sviði.Aðsend Kvöldið var svo vel heppnað að þeir hafa ákveðið að halda svipað partý að ári liðnu. „Veislan lukkaðist alveg gífurlega vel en við erum búnir að lofa alveg eins veislu að ári nema þá fá mæður okkar dúndur partý.“ Hér má sjá skemmtilegar feðgamyndir frá kvöldinu: Hörður Bjarkason og Bjarki Harðarson.Aðsend Franz Ploder Ottósson og Ottó Sveinn Hreinsson.Aðsend Finnbogi Ingólfsson og Pétur Finnbogason.Aðsend Unnsteinn Jónsson og Brynjar I. Unnsteinsson.Aðsend Andri Már Magnason og Magni Friðrik Gunnarsson.Aðsend Helgi Einarsson og Einar Olgeir Gíslason.Aðsend Eiríkur Magnússon og Jón Birgir Eiríksson.Aðsend Tónlist Tengdar fréttir Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
„Hugmyndin að þessu kvöldi kviknaði út frá því að við fórum saman í pílu eftir gigg,“ segja þeir Hörður og Pétur, meðlimir Bandmanna. „Menn byrjuðu að ræða tónlistarsmekk fjölskyldumeðlima en þá kom í ljós að talsvert af pöbbum okkar halda mikið upp á hljómsveitina Jethro Tull. Út frá því kom upp sú hugmynd að bjóða öllum gömlu körlunum í allsherjar veislu með alvöru skemmtidagskrá. Við erum miklir stemningsmenn og fórum því all in fyrir kvöldið.“ Það var ýmislegt á dagskrá á þessu pabbakvöldi en má þar meðal annars nefna Pabbkviss, þar sem þemað var pabbar og tónlist, og PabbPong, sem er í raun eins og beer pong. Þá voru pabbarnir fengnir til að klæðast gylltum jökkum sem eru eins konar einkennisbúningur Bandmanna þegar þeir koma fram. Hörður og Pétur segja að þrátt fyrir að feðurnir séu rúmlega þrjátíu árum eldri en þeir hafi jakkarnir „smellpassað“. Bandmenn og feður lögðu allt í alvöru stuðkvöld.Aðsend „Lagalistar pabbanna voru svo látnir rúlla allt kvöldið en hver og einn pabbi fékk að velja þrjátíu mínútur af lögum fyrir playlistann. Pabbarnir fengu goodie bag þar sem var að finna örtrefjaklút, bílavörur, sokka og derhúfu með lógói kvöldsins ásamt mörgum öðrum nytsamlegum varningi. Kvöldið endaði svo á Pabbvision þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið fram á rauða nótt.“ Lógó kvöldsins, Pabbinn '23.Aðsend Það er mikið um að vera hjá Bandmönnum sem spila nánast allar helgar. „Við ákváðum að taka fyrstu helgi ársins í feðgafjörið þar sem við erum nánast uppbókaðir fram í mars.“ Bandmenn á sviði.Aðsend Kvöldið var svo vel heppnað að þeir hafa ákveðið að halda svipað partý að ári liðnu. „Veislan lukkaðist alveg gífurlega vel en við erum búnir að lofa alveg eins veislu að ári nema þá fá mæður okkar dúndur partý.“ Hér má sjá skemmtilegar feðgamyndir frá kvöldinu: Hörður Bjarkason og Bjarki Harðarson.Aðsend Franz Ploder Ottósson og Ottó Sveinn Hreinsson.Aðsend Finnbogi Ingólfsson og Pétur Finnbogason.Aðsend Unnsteinn Jónsson og Brynjar I. Unnsteinsson.Aðsend Andri Már Magnason og Magni Friðrik Gunnarsson.Aðsend Helgi Einarsson og Einar Olgeir Gíslason.Aðsend Eiríkur Magnússon og Jón Birgir Eiríksson.Aðsend
Tónlist Tengdar fréttir Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30