Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 10:43 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að viðræðuslit Eflingarfólks gætu kostað félagsmenn Eflingar um þrjá milljarða króna þar sem afturvirkni samninga sé ekki lengur á borðinu. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um þá ákvörðun samninganefndar Eflingar að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Vilhjálmur segir að hann hafi reiknað út að viðræðuslit Eflingar gæti kostað þrjá milljarð króna, enda séu Samtök atvinnulífsins búin að slá afturvirkni samninganna út af borðinu. „Þá er einfalt að reikna út miðað við þann félagafjölda sem er hjá Eflingu. Það er í kringum 21 þúsund manns. Og ef þú notar þær launahækkanir sem um var samið þá notaði ég það sem er í okkar samningi, SGS. Og margfalda það síðan upp með þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá hjá Eflingu. Þá eru þetta upp undir þrír milljarðar.“ Mikill ávinningur að láta nýjan samning taka beint við af þeim gamla Vilhjálmur segir að það hafi verið lenska á íslenskum vinnumarkaði í genum árin – og nánast í hverjum einustu samningum sem hann hafi tekið þátt í síðustu tuttugu ár – að þá hafi liðið tveir til fjórir mánuðir að jafnaði þar sem kjarasamningsgerðin hafi dregist með tilheyrandi tekjutapi. „Það er mikill ávinningur fólginn í því að ná að gera kjarasamning þar sem sá nýi tekur beint ný af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. SGS ekki of fljót á sér Aðspurður um hvort að hann telji að SGS, VR og iðnaðarmenn hafi verið of fljótir á sér að semja, þegar litið er til baráttu Eflingar nú, segir Vilhjálmur að svo sé alls ekki. „Ég vísa því alfarið á bug. Þessi kjarasamningur okkar var virkilega góður. Hann er að skila fólki allt að 53 þúsund króna launahækkun fyrir utan vaktaálag og annað slíkt. Við erum með dæmi um 60 til 70 þúsund króna hækkun. Það sem ég sagði þegar ég var að skrifa undir samninginn: ég hef aldrei áður séð slíkar hækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að niðurstaða atkvæðagreiðslu sýni svo ekki verði um villst að mikil ánægja er með samninginn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bítið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um þá ákvörðun samninganefndar Eflingar að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Vilhjálmur segir að hann hafi reiknað út að viðræðuslit Eflingar gæti kostað þrjá milljarð króna, enda séu Samtök atvinnulífsins búin að slá afturvirkni samninganna út af borðinu. „Þá er einfalt að reikna út miðað við þann félagafjölda sem er hjá Eflingu. Það er í kringum 21 þúsund manns. Og ef þú notar þær launahækkanir sem um var samið þá notaði ég það sem er í okkar samningi, SGS. Og margfalda það síðan upp með þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá hjá Eflingu. Þá eru þetta upp undir þrír milljarðar.“ Mikill ávinningur að láta nýjan samning taka beint við af þeim gamla Vilhjálmur segir að það hafi verið lenska á íslenskum vinnumarkaði í genum árin – og nánast í hverjum einustu samningum sem hann hafi tekið þátt í síðustu tuttugu ár – að þá hafi liðið tveir til fjórir mánuðir að jafnaði þar sem kjarasamningsgerðin hafi dregist með tilheyrandi tekjutapi. „Það er mikill ávinningur fólginn í því að ná að gera kjarasamning þar sem sá nýi tekur beint ný af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. SGS ekki of fljót á sér Aðspurður um hvort að hann telji að SGS, VR og iðnaðarmenn hafi verið of fljótir á sér að semja, þegar litið er til baráttu Eflingar nú, segir Vilhjálmur að svo sé alls ekki. „Ég vísa því alfarið á bug. Þessi kjarasamningur okkar var virkilega góður. Hann er að skila fólki allt að 53 þúsund króna launahækkun fyrir utan vaktaálag og annað slíkt. Við erum með dæmi um 60 til 70 þúsund króna hækkun. Það sem ég sagði þegar ég var að skrifa undir samninginn: ég hef aldrei áður séð slíkar hækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að niðurstaða atkvæðagreiðslu sýni svo ekki verði um villst að mikil ánægja er með samninginn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bítið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08
Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12