Maðkur í mysunni í bikarsigri Arsenal? Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 18:00 Ciaron Brown er grunaður um að hafa viljandi nælt sér í gult spjald í bikarleiknum gegn Arsenal á mánudaginn. Hann er hér í baráttu við Bukayo Saka. Leikmaður Oxford er grunaður um veðmálasvindl í bikarleik liðsins gegn Arsenal á mánudagskvöldið. Enska knattspyrnusambandið er með málið til rannsóknar. Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi. Enski boltinn Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Sjá meira
Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi.
Enski boltinn Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Sjá meira